Ný flug­leið til Frakk­lands næsta sumar

Frakklandsflugið frá Keflavíkurflugvelli næsta sumar mun ekki einskorðast við tíðar ferðir til Parísar.

Frá Nantes. Mynd: Marius Lelouard / Unsplash

Frakk­land hefur lengi verið það land sem flestir útlend­ingar heim­sækja og Frakkar eru fjöl­mennir í hópi ferða­manna hér á landi. Engu að síður hefur fókusinn í Frakk­lands­flugi Icelandair verið á París á meðan WOW hélt úti flugi til bæði höfuð­borg­ar­innar en líka til Lyon á sumarin. Sumarið 2018 nýttu nærri 19 þúsund farþegar sér flug WOW til þess­arar næst­fjöl­menn­ustu borgar Frakk­lands. Enginn tók hins vegar upp þráðinn í Lyon eftir fall WOW air.

Aftur á móti hefur lággjalda­flug­fé­lagið Transavia núna sett í sölu viku­legar brott­farir til Íslands frá borg­inni Nantes næsta sumar. Um er að ræða brott­farir á mánu­dögum í júlí og ágúst og kosta ódýr­ustu farmið­arnir, aðra leið, rétt um sex þúsund krónur eða 44 evrur.

Borgin Nantes er í vest­ur­hluta Frakk­lands og hún liggur því vel við höggi hjá þeim íslensku ferða­löngum sem láta sig dreyma um ferðalag um vest­ur­strönd landsins og Bret­an­íu­skaga þó borgin teljist ekki lengur til þess héraðs.

Auk áætl­un­ar­flugsins frá Nantes þá fljúga þotur Transavia til Kefla­vík­ur­flug­vallar frá París og Amsterdam. Því til viðbótar er Transavia eina erlenda flug­fé­lagið sem flýgur reglu­lega til Akur­eyrar en þá frá Rotterdam á sumrin en Amsterdam yfir hávet­urinn.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista