Nýja flugfélagið mun heita Play

WAB air heitir núna Play og verða þoturnar málaðar rauðum litum.

Skjámynd af nýjum vef Play flugfélagsins.

Blaðamannafundur stendur nú yfir í Perlunni þar sem forsvarsmenn nýs flugfélags kynna áform sín. Fundurinn byrjaði á því að hulunni var svipt af nafni félagsins og einkennislit. Félagið hefur hlotið nafnið Play og þotur félagsins verða málaðar rauðar. Fram kom í máli Arnars Más Magnússonar, eins af forsvarsmönnum Play, að stutt er í að flugrekstrarleyfi félagsins verði afgreitt af Samgöngustofu.

Floti félagsins á aðeins að samanstanda af flugvélum af einni tegund, Airbus A320. Til að byrja með verður félagið með tvær flugvélar á leigu og flogið verður til sex áfangastaða í Evrópu. Fjögurra borga og tveggja sólarlandastaða en sala á ferðum hefst síðar í mánuðinum.

Heimasíða félagsins verður flyplay.com