Rúmlega þriðjungi færri áætlunarferðir

Samdrátturinn á Keflavíkurflugvelli, í brottförum talið, var verulegur í október líkt og mánuðina á undan.

Af erlendu flugfélögunum á Keflavíkurflugvelli þá var Wizz Air það umsvifamesta í október. Mynd: Hilmar Bragi Bárðarson / Isavia

Í október í fyrra var bilið á milli umsvifa Icelandair og WOW air lítið. Þá flugu þotur Icelandair að jafnaði þrjátíu og þrjá ferðir á dag frá Keflavíkurflugvelli eða rétt um sex brottförum meira en WOW air. Munurinn á milli félaganna tveggja hafði sjaldan verið eins lítill.

Eftir fall WOW air er staðan gjörbreytt og nú stendur Icelandair undir bróðurparti allra ferða þó fjöldi brottfara á vegum félagsins hafi nærri staðið í stað í síðasta mánuði. Á sama tíma bættu erlendu félögin litlu við og því fækkaði áætlunarferðum frá Keflavíkurflugvelli um 34 prósent í síðasta mánuði samkvæmt talningu Túrista.