Samfélagsmiðlar

Seinkun á MAX þotum skýrði þá lítinn hluta af afkomubatanum

Það mátti skilja kauphallartilkynningu Icelandair á sunnudagskvöld á þann hátt að tilfærsla á kostnaði væri megin skýringin á minni taprekstri í ár. Það var þó ekki aðalástæðan og ennþá er reyndar óljóst hvernig landið liggur vegna trúnaðar um skaðabætur frá Boeing. Svo virðist sem önnur flugfélög hafi ekki ennþá tilkynnt um þess háttar bætur.

MAX þotur við verksmiðjur Boeing.

Gengi hlutabréfa í Icelandair tók kipp á mánudag eftir að félagið sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kom að tapið á árinu yrði ekki á bilinu 9 til 11 milljarðar króna, eins og áður hafði verið spáð, heldur 4,4 til 6,9 milljarðar kr. Af tilkynningunni mátti ráða að helsta skýringin á þessum nærri fjögurra milljarða króna viðsnúningi væri sá að kostnaður við innleiðingu MAX þotanna í flota félagsins myndi úr þessu ekki falla til að þessu ári heldur færast yfir á það næsta.

Þannig voru tíðindin m.a. túlkuð í frétt Kjarnans og Viðskiptablaðið hafði það eftir Sveini Þórarinssyni, sérfræðingi Landsbankans, að mörgum spurningum væri enn ósvarað varðandi afkomu Icelandair eftir þessa tilkynningu. Hér á síðunni var því haldið fram að hærra farmiðaverð hlyti líka að hafa sitt að segja.

Það reyndist þó ekki vera rétt því tekjur á hvern farþega hjá Icelandair á þriðja ársfjórðungi drógust saman ef horft er til þess að bætur frá Boeing voru færðar sem tekjur. Og ekki virðist sem tilfærsla á kostnaði vegna innleiðingar MAX þotanna hafi heldur vegið eins þungt og skilja mátti í upphafi. Á fundi með fjárfestum í morgun kom það nefnilega fram í máli stjórnenda Icelandair að þessi kostnaðarliður næmi í mesta lagi 10 milljónum dollara. Það er um 1,2 milljarðar króna.

Aðspurður um þennan mismun þá segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að í tilkynningunni hafi verið tilteknar nokkrar ástæður fyrir afkomubatanum og þær hafi ekki einungis snúið að tilfærslu á þeim kostnaði sem hlýst af MAX kyrrsetningunni.

Í því samhengi má benda á að í tilkynningunni sagði líka að rekja mætti batann í rekstrinum til umbóta í leiðakerfinu og bættrar tekjustýringar og þá sérstaklega á síðasta fjórðungi ársins.

En sem fyrr segir þá voru skaðabætur frá Boeing færðar sem farþegatekjur að hluta í uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung en einnig til lækkunar á kostnaði. Um er að ræða bætur sem Icelandair samdi um við Boeing í haust en í gær var jafnframt tilkynnt um nýtt samkomulag um sárabætur frá flugvélaframleiðandanum.

Það vekur hins vegar athygli að það virðist sem Icelandair sé einn af fyrstu viðskiptavinum Boeing, ef ekki sá fyrsti, til að ganga frá samningum við Boeing um skaðabætur vegna MAX þotanna. Alla vega er ekki að finna neinar tilkynningar til um þess háttar á fjárfestasíðum bandarískra og evrópskra flugfélaga samkvæmt því sem Túristi kemst næst.

Hver er skýringin á því? „Við getum ekki tjáð okkur um hvernig önnur flugfélög, sem eru með MAX, nálgast samningaviðræður við Boeing. Við höfum ákveðið að fara þessa leið en ljóst er að endanlegar niðurstöður viðræðnanna munu ekki liggja fyrir fyrr en kyrrsetningunni hefur verið aflétt og heildartjónið liggur fyrir,“ segir Bogi Nils í svari til Túrista.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …