Samfélagsmiðlar

Seinkun á MAX þotum skýrði þá lítinn hluta af afkomubatanum

Það mátti skilja kauphallartilkynningu Icelandair á sunnudagskvöld á þann hátt að tilfærsla á kostnaði væri megin skýringin á minni taprekstri í ár. Það var þó ekki aðalástæðan og ennþá er reyndar óljóst hvernig landið liggur vegna trúnaðar um skaðabætur frá Boeing. Svo virðist sem önnur flugfélög hafi ekki ennþá tilkynnt um þess háttar bætur.

MAX þotur við verksmiðjur Boeing.

Gengi hlutabréfa í Icelandair tók kipp á mánudag eftir að félagið sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kom að tapið á árinu yrði ekki á bilinu 9 til 11 milljarðar króna, eins og áður hafði verið spáð, heldur 4,4 til 6,9 milljarðar kr. Af tilkynningunni mátti ráða að helsta skýringin á þessum nærri fjögurra milljarða króna viðsnúningi væri sá að kostnaður við innleiðingu MAX þotanna í flota félagsins myndi úr þessu ekki falla til að þessu ári heldur færast yfir á það næsta.

Þannig voru tíðindin m.a. túlkuð í frétt Kjarnans og Viðskiptablaðið hafði það eftir Sveini Þórarinssyni, sérfræðingi Landsbankans, að mörgum spurningum væri enn ósvarað varðandi afkomu Icelandair eftir þessa tilkynningu. Hér á síðunni var því haldið fram að hærra farmiðaverð hlyti líka að hafa sitt að segja.

Það reyndist þó ekki vera rétt því tekjur á hvern farþega hjá Icelandair á þriðja ársfjórðungi drógust saman ef horft er til þess að bætur frá Boeing voru færðar sem tekjur. Og ekki virðist sem tilfærsla á kostnaði vegna innleiðingar MAX þotanna hafi heldur vegið eins þungt og skilja mátti í upphafi. Á fundi með fjárfestum í morgun kom það nefnilega fram í máli stjórnenda Icelandair að þessi kostnaðarliður næmi í mesta lagi 10 milljónum dollara. Það er um 1,2 milljarðar króna.

Aðspurður um þennan mismun þá segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að í tilkynningunni hafi verið tilteknar nokkrar ástæður fyrir afkomubatanum og þær hafi ekki einungis snúið að tilfærslu á þeim kostnaði sem hlýst af MAX kyrrsetningunni.

Í því samhengi má benda á að í tilkynningunni sagði líka að rekja mætti batann í rekstrinum til umbóta í leiðakerfinu og bættrar tekjustýringar og þá sérstaklega á síðasta fjórðungi ársins.

En sem fyrr segir þá voru skaðabætur frá Boeing færðar sem farþegatekjur að hluta í uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung en einnig til lækkunar á kostnaði. Um er að ræða bætur sem Icelandair samdi um við Boeing í haust en í gær var jafnframt tilkynnt um nýtt samkomulag um sárabætur frá flugvélaframleiðandanum.

Það vekur hins vegar athygli að það virðist sem Icelandair sé einn af fyrstu viðskiptavinum Boeing, ef ekki sá fyrsti, til að ganga frá samningum við Boeing um skaðabætur vegna MAX þotanna. Alla vega er ekki að finna neinar tilkynningar til um þess háttar á fjárfestasíðum bandarískra og evrópskra flugfélaga samkvæmt því sem Túristi kemst næst.

Hver er skýringin á því? „Við getum ekki tjáð okkur um hvernig önnur flugfélög, sem eru með MAX, nálgast samningaviðræður við Boeing. Við höfum ákveðið að fara þessa leið en ljóst er að endanlegar niðurstöður viðræðnanna munu ekki liggja fyrir fyrr en kyrrsetningunni hefur verið aflétt og heildartjónið liggur fyrir,“ segir Bogi Nils í svari til Túrista.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …