Sjóböðin verð­launuð á ný

Sjóböðin á Húsavík hljóta nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar árið 2019.

Útsýnið frá Sjóböðunum á Húsavíkurhöfða. Mynd: Sjóböðin

Sjóböðin á Húsavík hljóta nýsköp­un­ar­verð­laun ferða­þjón­ust­unnar árið 2019 en viður­kenn­ingin er afhent á afmæl­is­degi Samtaka ferða­þjón­ust­unnar, 11. nóvember ár hvert. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann­esson, afhenti Sjóböð­unum á Húsavík verð­launin við hátíð­lega athöfn á Center Hotels við Laugaveg í Reykjavík í gær. Þetta eru önnur verð­launin sem Sjóböðin hljóta nú í nóvember í því um mánaða­mótin var fyrir­tækið valið sproti ársins á uppskeru­hátíð ferða­þjón­ust­unnar á Norð­ur­landi.

Í tilkynn­ingu frá Samtökum ferða­þjón­ust­unnar, SAF, kemur fram að nýsköp­un­ar­verð­launin séu veitt fyrir athygl­is­verðar nýjungar og er mark­miðið að hvetja fyrir­tæki innan samtak­anna til nýsköp­unar. „Verð­laun­unum er ætlað að hvetja frum­kvöðla landsins til dáða í ferða­þjón­ustu. Þetta er í sextánda skipti sem SAF veita nýsköp­un­ar­verð­laun ferða­þjón­ust­unnar en þetta árið bárust 32 tilnefn­ingar í samkeppn­inni um verð­launin,” segir jafn­framt í tilkynn­ingu.

Sjóböðin voru þó ekki eina fyrir­tækið sem fékk viður­kenn­ingu frá SAF í gær því dómnefnd nýsköp­un­ar­verð­laun­anna ákvað að tilnefna þrjú fyrir­tæki sem áttu kost á að hljóta verð­launin. Auk Sjóbað­anna á Húsavík hlutu Hótel Ísafjörður og Icelandic Lava Show nýsköp­un­ar­við­ur­kenn­ingu ferða­þjón­ust­unnar árið 2019.

„Sem fyrr endur­spegla tilnefn­ing­arnar til nýsköp­un­ar­verð­launa ferða­þjón­ust­unnar mikla grósku og nýsköpun í ferða­þjón­ustu um allt land. Hugmynda­auðgi, stór­hugur og fagmennska einkennir mörg þau fyrir­tæki sem tilnefnd voru og var dómnefnd því ákveðinn vandi á höndum. Nefnd­ar­menn voru þó einróma um að hand­hafi verð­laun­anna í ár séu Sjóböðin á Húsavík,” segir í tilkynn­ingu.

Sjóböðin á Húsavík opnuðu síðla sumars árið 2018 en líkt og kom fram í viðtali Túrista við Sigurjón Steinsson, fram­kvæmda­stjóra Sjóbað­anna, þá hafa Íslend­ingar sjálfir sótt meira í sjóböðin en upphaf­lega var gert ráð fyrir.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista