Skera niður allt Amer­íkuflug frá Kaup­manna­höfn og Stokk­hólmi

Skandinavía er of lítil fyrir útgerð á áætlunarflugi til Norður-Ameríku og Asíu frá þremur mismunandi flugvöllum. Þessi stefnubreyting léttir pressuna á Icelandair í Skandinavíu.

Ein af Dreamliner þotum Norwegian. Mynd: Norwegian

Það gekk ekki hnökra­laust fyrir sig hjá Norwegian að hefja flug yfir Norður-Atlants­hafið fyrir sex árum síðan. Biðin eftir fyrstu Boeing Dreaml­iner þotunum reyndist nefni­lega mun lengri en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Hluti af fyrstu breið­þotum Norwegian af þessari gerð voru einmitt keyptar af Icelandair Group á sínum tíma. Þessar flug­vélar hafa ekki reynst nógu vel og Rolls-Royce hreyflar þeirra bila reglu­lega. Og það mun vera ein af ástæðum þess að stjórn­endur norska flug­fé­lagsins hafa ákveðið að leggja niður allt Ameríku- og Asíuflug frá Kaup­manna­höfn og Stokk­hólmi.

Ósló verður hér eftir eini skandi­nav­íski flug­völl­urinn sem Norwegian býður upp á flug til annarra heims­álfa samkvæmt tilkynn­ingu frá félaginu. Þar segir að þrátt fyrir aukna eftir­spurn eftir flugi Norwegian milli Banda­ríkj­anna og Evrópu þá sé Skandi­navía einfald­lega ekki nógu stórt mark­aðs­svæði fyrir Amer­íkuflug frá þremur ólíkum flug­völlum. Danskir og sænskir farþegar Norwegian verða þá hér eftir að fljúga til Gardermoen í Ósló áður en flogið er yfir hafið til Norður-Ameríku eða til Taílands.

SAS, helsti keppi­nautur Norwegian, hefur lengi boðið upp á lengri flug­leggi frá hinum þremur skandi­nav­ísku höfuð­borgum og hefur til að mynda bætt við ferðum til Banda­ríkj­anna næsta sumar.

Icelandair er líka stór­tækt í Ósló, Stokk­hólmi og Kaup­manna­höfn og flytur ófáa farþega frá þessum þremur borgum yfir til Banda­ríkj­anna og Kanada. Af þeim sökum er þessi niður­skurður norska flug­fé­lagsins vafa­lítið fagn­að­ar­efni hjá stjórn­endum Icelandair. Ástæðan er sú að frá Kaup­manna­höfn og Stokk­hólmi hefur Norwegian flogið beint til banda­rískra borga sem Icelandair sinnir líka.