Stuðn­ingur við ennþá öflugri Túrista

Vertu með í að styðja við bakið á ítarlegri umfjöllun um íslenska ferðaþjónustu.

Kristján Sigurjónsson. Mynd: Leifur Rögnvaldsson. Merki Túrista: Einar Gylfason/Leynivopnið

Nú eru rétt rúm tíu ár frá því Túristi hóf göngu sína og nú heim­sækja síðuna 20 til 45 þúsund lesendur í hverjum mánuði. Þessar vinsældir eru mjög ánægju­legar og langt umfram þær vænt­ingar sem ég hafði þegar Túristi fór í loftið þann 6. ágúst árið 2009.

Metn­aður minn stendur til þess að efla útgáfuna ennþá meira og sérstak­lega auka umfjöllun um íslenska ferða­þjón­ustu. Þess háttar útgerð kostar hins vegar sitt og kallar á stöð­ugri tekjur.

Sambæri­legir sérmiðlar út í heimi eru margir búnir að skipta yfir í áskriftir en ég vil kanna fyrst hvort styrkja­fyr­ir­komu­lagið dugi. Því vonast ég til að lesendur Túrista, sérstak­lega forsvars­fólk íslenskra ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja, sjái hag í að styðja við útgáfuna með reglu­legu fram­lagi.

Á þessari síðu er hægt að velja um eingreiðslu eða mánað­ar­lega styrki.

Með von um góð viðbrögð,
Kristján Sigur­jónsson, eigandi Túrista.