Stuðningur við ennþá öflugri Túrista

Vertu með í að styðja við bakið á ítarlegri umfjöllun um íslenska ferðaþjónustu.

Kristján Sigurjónsson. Mynd: Leifur Rögnvaldsson. Merki Túrista: Einar Gylfason/Leynivopnið

Nú eru rétt rúm tíu ár frá því Túristi hóf göngu sína og nú heimsækja síðuna 20 til 45 þúsund lesendur í hverjum mánuði. Þessar vinsældir eru mjög ánægjulegar og langt umfram þær væntingar sem ég hafði þegar Túristi fór í loftið þann 6. ágúst árið 2009.

Metnaður minn stendur til þess að efla útgáfuna ennþá meira og sérstaklega auka umfjöllun um íslenska ferðaþjónustu. Þess háttar útgerð kostar hins vegar sitt og kallar á stöðugri tekjur.

Sambærilegir sérmiðlar út í heimi eru margir búnir að skipta yfir í áskriftir en ég vil kanna fyrst hvort styrkjafyrirkomulagið dugi. Því vonast ég til að lesendur Túrista, sérstaklega forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja, sjái hag í að styðja við útgáfuna með reglulegu framlagi.

Á þessari síðu er hægt að velja um eingreiðslu eða mánaðarlega styrki.

Með von um góð viðbrögð,
Kristján Sigurjónsson, eigandi Túrista.