Tveir fram­kvæmda­stjórar láta af störfum hjá Isavia

Framkvæmdastjórum Keflavíkurflugvallar verður fækkað úr þremur í tvo vegna skipulagsbreytinga. Til stendur að ráða nýjan framkvæmdastjóra yfir rekstur flughafnarinnar.

Framkvæmdastjórar Keflavíkurflugvallar verða nú tveir í stað þriggja. Mynd: Isavia

Hlynur Sigurðsson, fram­kvæmda­stjóri viðskipta­svið Kefla­vík­ur­flug­vallar, og Þröstur Söring, fram­kvæmda­stjóri rekstr­ar­sviðs flug­vall­arins, létu af störfum hjá Isavia í dag. Þetta kemur fram í bréfi sem Svein­björn Indriðason, forstjóri Isavia, sendi starfs­mönnum Kefla­vík­ur­flug­vallar í dag og Túristi hefur undir höndum. Þar segir að tekin hafi verið ákvörðun um skipu­lags­breyt­ingar á Kefla­vík­ur­flug­velli með það að mark­miði að tengja betur saman þjón­ustu við viðskipta­vini og þróun flug­vall­arins, bæði núver­andi og til fram­tíðar.

„Samhliða verða gerðar þær breyt­ingar að viðskipta­svið, rekstr­ar­svið og tækni- og eigna­svið verða sameinuð í tvö ný svið. Ítar­legri vinna við nánari útfærslu á þeim breyt­ingum hefst núna. Í þeirri vinnu er mikil­vægt að við leggjum öll okkar lóð á vogar­skál­arnar til að vel takist til við breyt­ing­arnar. Endanleg útfærsla verður svo kynnt síðar,” segir Svein­björn í bréfinu.

Guðmundur Daði Rúnarsson sem starfað hefur sem fram­kvæmda­stjóri tækni- og eigna­sviðs Kefla­vík­ur­flug­vallar mun nú leiða þann hluta sem snýr að þjón­ustu við viðskipta­vini, vöru­framboð og þróun flug­vall­arins. Þá mun Elín Árna­dóttir, aðstoð­ar­for­stjóri Isavia, taka tíma­bundið við verk­efnum sem snúa að rekstri hans samkvæmt því sem segir í bréfinu. Sú staða sem snýr að rekstri Kefla­vík­ur­flug­vallar verður auglýst fljót­lega.