Samfélagsmiðlar

Varhugavert að vera algjörlega háður bókunarsíðum

Til hvaða ráða getur forsvarsfólk íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja gripið til að spara sér þóknanir til milliliða? Farið verður í gegnum hvaða lausnir eru í boði í fyrirlestri Hermanns Valssonar í Íslenska ferðaklasanum seinni partinn í dag.

Um það bil sjö til níu milljarðar króna fóru út úr íslenska hagkerfinu á síðasta ári til Bandaríkjanna í formi bókunargjalda samkvæmt mati Hermanns Valssonar, kerfis- og ferðamálafræðings. Í tilefni af erindi hans í Íslenska ferðaklasanum síðar í dag þá lagði Túristi fyrir hann nokkrar spurningar um hvernig mætti lækka þá þóknun sem íslensk ferðaþjónustufyrirtæki greiða í dag til milliliða.

Hvað geta hótel- og gistihúsa eigendur gert til að fá fleiri bókanir beint?
Það fyrsta er að taka stöðuna og fá staðreyndir upp á borðið varðandi hlutfall beinna bókana. Hvert er hlutfall beinna bókana, pantana í gegnum ferðaskrifstofur og svo aðra söluaðila? Ef hlutfall beinna bókana er lægra en 40 prósent þá þarf að bregðast strax við og lagfæra heimasíður og fleira. Svo lágt hlutfall er því miður mjög algengt hjá litlum og meðalstórum aðilum og eftir því sem ég kemst næst og þá er viðkomandi algjörlega háður erlendum bókunarsíður og hefur ekki stjórn á sölumálunum sínum. Ef hlutfall beinna bókana er hærra en 40 prósent þá er staðan viðunandi en þá þarf að sjálfsögðu að meta stöðuna frá mánuði til mánaðar og bregðast við ef þetta hlutfall fer niður fyrir þröskuldinn.

Er raunhæft fyrir íslenska ferðaþjónustu að sameinast gegn bókunarrisunum?
Já, það er ekki bara raunhæft heldur einnig lífsspursmál fyrir íslenska ferðaþjónustu að sameina krafta sína. Skipuleggja hvernig best er að vinna með þeim og um leið hvernig best er að gæta hagsmuna Íslands og fyrirtækjanna. Þetta er mjög undarlega staða sem best er að skýra sem einskonar ástar- og haturs samband.
Góður vísir að þessu samstarfi er „Inspired by Iceland“ en þar má finna góðan gagnagrunn undir nafninu „Plan Your Trip To Iceland“ þar sem hægt að leita eftir mismunandi ferðatengdri þjónustu. Þessi hluti síðunnar gæti og ætti að gegna miklu mikilvægari hlutverki en verið hefur hingað til. Vandinn við „Inspired By Iceland“ herferðina er slakur sýnileiki hennar þegar leitað er af t.d. gistingu á Íslandi. Ég hef kannað þetta frá 2013 og á til gögn sem sýna að „Inspired By Iceland“ kemur ekki upp á leitarniðurstöðum hjá t.d. Google.
Á sama tíma hefur heimasíða Höfuðborgarstofu komið mjög vel út þegar leitað er eftir „hotels Reykjavik“.

Innan Evrópusambandsins hafa verið umræður um að takmarka umsvif bókunarsíðna líka Google á þessu sviði. Hvaða vonir má binda við að hertar reglur?
Þegar kemur að boðum og bönnum á starfsemi á Internetinu þá er það mjög erfið vegferð og þarf að fara varlega. Það þarf að halda áfram þeirri aðgerð sem ESB fór í árið 2015 sem gekk út á að taka á brotum bókunavéla á samkeppnislögum. Sex af aðildarríkjum ESB; Austurríki, Belgía, Frakkland, Þýskaland, Ítalía og Svíþjóð hafa lögfest mjög afgerandi lög sem lúta að ofríki bókunarvéla hvað varðar rétt hótela að bjóða betri verð á sínum heimasíðum. Fyrir daga stafrænna viðskipta þá gátu hótelin boðið þau verð sem þeim sýndist og það verklaga á að gilda áfram.

Sumir hafa beint á að markaðskostnaður ferðaþjónustufyrirtækja myndi aukast ef ekki væri fyrir bókunarsíður. Hvert er þitt mat á því?
Það er ekki til eitt svar við þessari spurningu. Ferðaþjónustufyrirtækin okkar eru svo gríðarlega mismunandi. Þau eru frá mjög stórum fyrirtækjum sem velta mörgum milljörðum og niður í eins manns starfsemi. Það er ekki nein ein lausn sem hentar öllum.
Besta lausnin hér er blönduð nálgun. Það verða allir sem koma að ferðaþjónustunni að koma inn í þennan nýja heim. Stafræni veruleikinn er ekki að hverfa og mun verða mikilvægari og því þarf að fara á fullt að læra að tileinka sér þessa nýju tækni. Nota hana á fullu samhliða bókunarsíðunum en reyna alltaf að ná inn beinum bókunum en um leið að þakka fyrir pantanir sem koma eftir öðrum leiðum. Við verðum að muna að þegar bókunarsíðurnar koma, fram fyrir um aldarfjórðungi síðan, þá óskuðu þær eftir sex prósent þóknun. Núna krefjast þær a.m.k. þrefalt hærri þóknunar og jafnvel fimmfalt hærri.

Fyrirlestur Hermanns hefst kl. 17:15 í dag í húsnæði Íslenska Ferðaklasans, Fiskislóð 10, 2.hæð. Verð á fyrirlesturinn er 7.500 kr. en frítt er fyrir þá sem eru meðlimir í Baklandi Ferðaþjónustunar á Facebook. Sjá nánar hér.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …