Samfélagsmiðlar

„Við getum ekki flogið í tapi bara til að halda öðrum frá“

Það stefnir í að Icelandair flytji aðeins færri farþega á næsta ári. Forstjórinn segir flugfélög almennt varkár um þessar mundir.

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.

Á næsta ári verður áherslan lögð á að bæta afkomuna í leiðakerfi Icelandair og um leið minnka áhættuna vegna MAX þotanna. Þetta segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, um flugáætlun félagsins á næsta ári sem birt var í gær. Að hans sögn verður áfram lögð megin áhersla á ferðamannamarkaðinn til Íslands.

Gert er ráð fyrir 4,2 milljónum farþega um borð í þotum Icelandair árið 2020. Til samanburðar stefnir í að farþegafjöldinn í ár verði um 4,5 milljónir miðað við farþegatölur fyrstu tíu mánuði ársins.

Bogi segist ekki óttast að með þessum breytingum aukist líkurnar á að erlend flugfélög sæki á íslenska markaðinn eða að til verði aukið rými fyrir önnur íslensk flugfélög? „Samkeppnin er mikil og flugfélög sífellt að skoða tækifæri á sínum svæðum. Við getum ekki flogið í tapi bara til að halda öðrum frá. Við stundum ekki þess háttar leiki.“

Mestu munar um niðurskurð á framboði í flugi til Norður-Ameríku um 11 prósent. Á sama tíma sjá nokkur önnur evrópsk flugfélög sóknarfæri í auknu flugi vestur um haf á næstu misserum. Eins var sætanýtingin í Ameríkuflugi stærstu flugfélaga Evrópu góð í sumar.

Aðspurður um afhverju Icelandair dragi aftur á móti saman í Bandaríkjunum þá segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, að félagið hafi verið með framboð sem ekki hafi verið arðbært. „Við viljum ná ákveðnum grunni og vaxa út frá því. Flugfélög eru almennt varkár í áætlunum sínum fyrir nánustu framtíð og nýjasta dæmið um það er niðurskurður Norwegian í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi. Nú er áherslan hjá okkur og mörgum öðrum flugfélögum fyrst og fremst á arðbærni í stað vaxtar.“

Í því samhengi má benda á að Icelandair hefur lengi verið með mun meira framboð á ferðum til Bandaríkjanna en önnur norræn flugfélög. Eins var íslenska félagið á tímabili það evrópska flugfélag sem flaug til flestra áfangastaða í Bandaríkjunum að British Airways frátöldu.

Áfram verður megin áherslan hjá Icelandair á ferðamannamarkaðinn til Íslands líkt og í ár sem hefur orðið til þess að hlutfall ferðafólks á leið til Íslands hefur hækkað á kostnað tengifarþega. Er Icelandair að breytast í flugfélag sem aðallega flytur fólk til og frá Íslandi? „Nei, alls ekki. Hlutfall tengifarþega var komið yfir helming og áfram er hlutfallið hátt, í kringum fjörutíu prósent. Við sjáum framtíð í tengiflugi og fókusum á það áfram. Á þessu ári og því næsta lækkar hlutfall tengifarþega en það fer ekki mikið neðar,“ svarar Bogi og bætir því að leiðakerfið þoli þennan samdrátt en vægi þeirra sem aðeins millilenda hér á landi megi þó ekki fara mikið neðar.

Bogi vill ekki segja hversu miklu munar á tekjunum af tengifarþegum og hinum þegar horft er til tekna á hvern floginn kílómetra. „Við gefum ekki út hversu mikill munurinn er. Markaðurinn yfir hafið er erfiður og fargjöldin þar eru tiltölulega lág. Það er því gott að hafa sveigjanlegt leiðakerfi og geta aðlagað framboðið eftir markaðnum.“

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …