Samfélagsmiðlar

Arctic Adventures og Into the Glacier sameinast á ný

Ekki varð af fyrirhugaðri sameiningu fyrirtækjanna ársbyrjun en núna sameinast þau á nýjan leik. Stefnt er á skráningu á hlutabréfamarkað innan tveggja ára.

Arctic Adventures og framtakssjóðurinn Icelandic Tourism Fund I (ITF) hafa gengið frá samkomulagi um sameiningu þess fyrrnefnda og Into the Glacier. Þar með verður til stórfyrirtæki í ferðatengdri afþreyingu í öllum landshlutum samkvæmt því sem segir í tilkynningu. Starfsmenn sameinaðs félags eru um 400 talsins.

„Við erum bjartsýn á framtíð íslenskrar ferðaþjónustu. Með sameiningunni verður til öflugt fyrirtæki með mikla möguleika og við stefnum að því að skrá það á hlutabréfamarkað innan tveggja ára,“ segir Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures. Þetta er önnur atlaga þessara fyrirtækja að sameiningu en ekkert varð úr samrunanum sem boðaður var í byrjun árs.

Hluti af samkomulaginu sem nú er gert felur í sér að Arctic Adventures kaupir hluti ITF í fjórum afþreyingarfyrirtækjum í ferðaþjónustu. Þar er um að ræða Óbyggðasetur Íslands í Fljótsdal, Raufarhóli, sem rekur ferðaþjónustu í Raufarhólshelli, Skútusiglingum á Ísafirði, sem starfar undir vörumerkinu Borea Adventures og að lokum fyrirtækið Welcome Entertainmen , sem stendur að leiksýningunni „Icelandic Sagas – The Greatest Hits“ í Hörpu.

Kaupverðið greiðist með hlutum í Arctic Adventures hf., sem þýðir að ITF verður eftir viðskiptin stór hluthafi í sameinuðu félagi. Fyrirtækin verða áfram rekin sjálfstætt en í nánu samstarfi við Arctic Adventures samkvæmt því sem segir í tilkynningu.

Þar er haft eftir Helga Júlíussyni, framkvæmdastjóra ITF, að sameiningin sé fagnaðarefni fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Við getum nýtt krafta félaganna enn betur, náum fram umtalsverðri hagræðingu og aukum slagkraftinn til muna þegar kemur að sölu og markaðssetningu. Arctic Adventures hefur mjög sterka stöðu á markaði fyrir afþreyingartengda ferðaþjónustu. Sú staða styrkist enn frekar í kjölfar þessara viðskipta og getur fyrirtækið nú boðið upp á fyrsta flokks afþreyingu í öllum landshlutum.“

Into the Glacier, býður upp á ferðir inn í ísgöngin í Langjökli sem eru stærstu manngerðu ísgöng í heimi. Hátt í 60 þúsund manns hafa heimsótt ísgöngin á árinu. Arctic Adventures hefur lagt áherslu á að gefa ferðafólki kost á ævintýrum og upplifun í íslenskri náttúru. Viðskiptavinir á árinu eru um 250 þúsund. Samanlögð velta fyrirtækjanna tveggja á árinu 2019 er um 7 milljarðar króna.

Eftir viðskiptin getur Arctic Adventures boðið viðskiptavinum sínum enn fjölbreyttari möguleika á afþreyingu hringinn í kringum landið. Styrmir Þór Bragason, forstjóri Arctic Adventures, segir þetta mjög mikilvægt. „Samkeppnisstaðan styrkist og við höfum meira að bjóða á alþjóðlega ferðamarkaðnum. Það skiptir mjög miklu að geta boðið ferðafólki fjölbreytta afþreyingu. Við sjáum enn frekari tækifæri til vaxtar á næstu misserum og stefnum ótrauð að skráningu á hlutabréfamarkað innan tveggja ára.“

Framtakssjóðurinn Icelandic Tourism Fund var stofnaður að frumkvæði Icelandair Group árið 2013 með það að markmiði að fjárfesta í uppbyggingu afþreyingartengdrar ferðaþjónustu á Íslandi. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að fjárfesta í starfsemi sem rekin er allt árið og nýtir sem best þá innviði sem til staðar eru í greininni. Þá hefur verið horft til fjárfestinga í verkefnum á landsbyggðinni.

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …