Samfélagsmiðlar

Arion telur ekki að útspil Andra Más spilli fyrir sölunni

Á sama tíma og Arion banki reynir að selja fyrrum ferðaskrifstofur Andra Más Ingólfssonar þá leggur hann sjálfur drög að endurkomu sinni í ferðageirann.

Þota Primera Air í London. Gjaldþrot flugfélagsins reyndist það mikið högg fyrir Primera Travel Group að Andri Már missti fyrirtækið í hendur Arion banka, helsta lánveitanda samsteypunnar.

Það var í lok júní sem Arion banki tók yfir þær sjö ferðskrifstofur sem áður tilheyrðu Primera Travel samsteypu Andra Más Ingólfssonar. Við yfirtökuna var það yfirlýst markmið bankans að koma ferðaskrifstofunum í verð sem fyrst en ennþá hefur aðeins ein þeirra verið seld.

Í dag er Arion banki því eigandi að fimm ferðaskrifstofum á hinum Norðurlöndunum auk Heimsferða sem lengi hefur verið ein umsvifamesta ferðaskrifstofan hér landi. Og núna undirbýr Andri Már stofnun nýrrar íslenskrar ferðaskrifstofu líkt og Túristi greindi frá í gær. Sú hefur hlotið heitið Aventura Holidays og mun taka til starfa í næsta mánuði.

Samkvæmt svari frá Arion banka þá er ekki litið svo á sem þetta útspil stofnanda Primera Travel Group dragi úr líkunum á að bankinn finni ferðaskrifstofunum nýja eigendur. Í svari bankans er bent á að um sé að ræða rótgrónar ferðaskrifstofur sem allar eru í söluferli.

Í því samhengi má rifja upp að um miðjan nóvember sagði Fréttablaðið frá því að sala á hinum erlendu ferðaskrifstofum Arion banka væri á lokametrunum og vonir stæðu til að salan kláraðist um síðustu mánaðamót. Það gekk þó ekki eftir en samkvæmt heimildum Túrista þá hefur evrópska fjárfestingafélagið Triton skoðað kaup á ferðaskrifstofunum. Það fyrirtæki keypti nýverið stóran ferðaskipuleggjandi í Hollandi og var lengi orðað við norræna starfsemi Thomas Cook samsteypunnar.

Talsmaður Triton hefur þó ekki viljað tjá sig um möguleg kaup á ferðaskrifstofum Arion banka við Túrista. Heimsferðir munu ekki vera hluti af þeim kaupviðræðum.

Líkt og kom fram í frétt Túrista í gær þá er ætlunin að hin nýja ferðaskrifstofa Andra Más nýti sér „nýjustu tækni í þróun bókunarkerfa til að finna hægkvæmustu ferðir fyrir viðskiptavini sína“ samkvæmt því sem segir í atvinnuauglýsingu Aventura. Af þessum texta að dæma þá virðist sem ferðaskrifstofan ætli sér að leggja sérstaklega áherslu á að para saman flugmiða í áætlunarflugi og svo gistingu sem þá mögulega er fengin í gegnum stórar bókunarsíður. Áherslan á klassískar pakkaferðir, líkt og ferðaskrifstofur Andra Más hafa sérhæft sig í hingað til, eru því ekki endilega í forgangi.

Ef þetta er hugmyndin að baki Aventura þá þarf Andri Már að treysta á áætlunarflug til og frá landinu til að koma viðskiptavinum sínum á áfangastað. Hvort þessi tilgáta reynist rétt kemur væntanlega í síðasta lagi í ljós þegar heimasíða Aventura fer í loftið en sem fyrr segir þá hefur Andri Má ekki svarað fyrirspurn Túrista um áform sín.

Nýtt efni

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …