Brátt lenda allir á sama stað í Berlín

Eftir 11 mánuði verður nýja flugstöðin í Berlín vígð og um leið verður þeirri gömlu við Tegel lokað.

Frá nýju flugstöðinni í Berlín. Mynd: Berlin Brandenburg

Áætlanagerð Þjóðverja hefur lengi verið rómuð og þýskt verkvit ein helsta útflutningsvara Þýskalands. Það átti því líklega enginn von á því að vígslu Brandenburg flugstöðvarinnar við Schönefeld flugvöll, í austurhluta Berlínar, yrði slegið á frest sumarið 2012. Það varð hins vegar raunin og rúmum sjö árum síðar eru farþegar ekki ennþá farnir að ganga um sali flugstöðvarinnar. Nú hafa flugmálayfirvöld í þýsku höfuðborginni hins vegar gefið út að 31. október á næsta ári þá verði flugstöðin loks tekin í gagnið.

Viku síðar verður flugvellinum við Tegel svo lokað en þar lenda þotur Icelandair í dag. Heimahöfn WOW air í borginni var hins vegar við Schönefeld flugvöll þar sem nýja flugstöðin stendur. Sú gamla verður þó ekki rifin heldur nýtt fyrir lággjaldaflugfélög eins og Ryanair. Icelandair mun hins vegar koma sér fyrir í álmu númer 1 ásamt flugfélögum eins og easyJet og Lufthansa.

Í byrjun næsta vetrar mun þá allt flug til og frá Berlín í nærri tvo áratugi eftir sameiningu Þýskalands þá voru alþjóðaflugvellirnir í borginni þrír talsins. Tempelhof var aftur á móti lokað árið 2008 og á því næsta hverfur Tegel og Schönefeld fær nýtt heiti; Berlin Brandenburg Willie Brandt.