Brátt lenda allir á sama stað í Berlín

Eftir 11 mánuði verður nýja flugstöðin í Berlín vígð og um leið verður þeirri gömlu við Tegel lokað.

Frá nýju flugstöðinni í Berlín. Mynd: Berlin Brandenburg

Áætlana­gerð Þjóð­verja hefur lengi verið rómuð og þýskt verkvit ein helsta útflutn­ings­vara Þýska­lands. Það átti því líklega enginn von á því að vígslu Brand­en­burg flug­stöðv­ar­innar við Schö­ne­feld flug­völl, í aust­ur­hluta Berlínar, yrði slegið á frest sumarið 2012. Það varð hins vegar raunin og rúmum sjö árum síðar eru farþegar ekki ennþá farnir að ganga um sali flug­stöðv­ar­innar. Nú hafa flug­mála­yf­ir­völd í þýsku höfuð­borg­inni hins vegar gefið út að 31. október á næsta ári þá verði flug­stöðin loks tekin í gagnið.

Viku síðar verður flug­vell­inum við Tegel svo lokað en þar lenda þotur Icelandair í dag. Heima­höfn WOW air í borg­inni var hins vegar við Schö­ne­feld flug­völl þar sem nýja flug­stöðin stendur. Sú gamla verður þó ekki rifin heldur nýtt fyrir lággjalda­flug­félög eins og Ryanair. Icelandair mun hins vegar koma sér fyrir í álmu númer 1 ásamt flug­fé­lögum eins og easyJet og Luft­hansa.

Í byrjun næsta vetrar mun þá allt flug til og frá Berlín í nærri tvo áratugi eftir samein­ingu Þýska­lands þá voru alþjóða­flug­vell­irnir í borg­inni þrír talsins. Temp­elhof var aftur á móti lokað árið 2008 og á því næsta hverfur Tegel og Schö­ne­feld fær nýtt heiti; Berlin Brand­en­burg Willie Brandt.