Samfélagsmiðlar

Fáir sem kolefnisjafna hjá Icelandair

Með því að gera kolefnisjöfnun hluta af bókunarferli á flugmiðum þá er hægt að fá mun fleiri til kolefnisjafna flugferðir samkvæmt reynslu svissneskra umhverfissamtaka. Hjá Icelandair er vísbending um að sárafáir nýti sér þess háttar þjónustu jafnvel eftir að sérstök reiknivél var sett á heimasíðu flugfélagsins.

Icelandair hefur boðið farþegum að kolefnisjafna flugferðir í meira en áratug. Í haust hleypti félagið af stokkunum nýrri reiknivél á kolefnisfótspori þar sem farþegar geta borga beint fyrir losunina. Fáir nýta sér þann valkost.

Það var í lok september sem Icelandair hleypti af stokkunum reiknivél þar sem farþegar gátu reiknað út kolefnisfótspor sitt eftir því hvert ferðinni er heitið og hvar í vélinni setið er. Farþegar á Saga farrými menga nefnilega mun meira en aðrir. Farþegum stendur svo til boða að kolefnisjafna flugferðina með því að greiða nokkur þúsund krónur til flugfélagsins sem nýtir fjármagnið til að kaupa plöntur af Kolviði.

Rúmlega sjö hundruð kaup á kolefnislosun voru gerð í gegnum heimasíðu Icelandair í október og nóvember samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag. Til samanburðar flutti félagið um sex hundruð þúsund farþega þessa tvo mánuði en þó ber að hafa í huga að hver þeirra er talinn á hverjum fluglegg. Engu að síður er þetta vísbending um að rétt um einn af hverjum 300 farþegum Icelandair nýti sér þessa leið.

Þetta er mun lægra hlutfall en þekkist til að mynda hjá flugfélögum sem nýta sér kolefnisjöfnun á vegum samtakanna MyClimate en þar á meðal eru flugfélög innan Lufthansa samsteypunnar. „Reynsla okkar sýnir að 1 til 2 prósent farþega kolefnisjafnar í gegnum heimasíðu flugfélaga þegar þess háttar er í boði. Aftur á móti hækkar það hlutfall upp í 5 til 6 prósent ef þessi möguleiki er hluti af bókunarferlinu á farmiðunum sjálfum,“ segir Kai Landwehr, talsmaður MyClimate í samtali við Túrista. Á heimasíðu Icelandair er kolefnisfótspors útreikningurinn á miðri forsíðu og ekki hluti af bókunarferlinu öfugt við það sem gildir um kaup á farangri, sætum og veitingum.

Kai Landwehr, frá MyClimate, segir jafnframt á að í ár hafi fjöldi þeirra sem kaupa kolefnislosun hjá MyClimate ríflega þrefaldast. „Ekki aðeins til að jafna út flugferðir heldur líka bílferðir, heimilishald og almennt kolefnisfótspor.“ En MyClimate hóf starfsemi fyrir fimmtán árum síðan og eru samtökin ekki hagnaðardrifin. Um 90 prósent viðskiptavina eru fyrirtæki og þar á meðal eru flugfélög innan Lufthansa Group sem kolefnisjafna flugferðir starfsmanna og líka flugliða.

Icelandair hefur ekki tekið það skref og setur þetta alfarið í hendurnar á farþegunum sjálfum. Þessu er hins vegar öfugt farið hjá flugfélögum eins og SAS og easyJet líkt og Túristi hefur áður bent á. Þannig kolefnisjafnar SAS flugferðir starfsmanna og allra meðlima í vildarklúbbi félagsins. Það dugar til að vega upp á móti um fjörutíu prósent af losun vegna farþegaflugs félagsins.

Hjá breska flugfélaginu easyJet var nýverið tekið ennþá stærra skref því þar á bæ verður öll eldsneytisnotkun flugflotans kolefnisjöfnuð á næsta ári. Stjórnendur breska flugfélagsins gera ráð fyrir að sú aðgerð kosti fyrirtækið um 25 milljónir punda á næsta ári en það samsvarar um fjórum milljörðum króna. Fyrir samskonar átak þyrfti Icelandair að greiða um 175 milljónir króna úr eigin vasa ef kolefnisjöfnunarútreikningar easyJet er notaðir.

Aftur á móti er losun á hvern farþega Icelandair líklega hærri en hjá easyJet þar sem þotur íslenska félagsins, ef MAX flugvélarnar eru frátaldar, eru komnar til ára sinna og mun eyðslufrekari en þotur easyJet. Sætanýtingin hjá Icelandair er á sama tíma nokkru lægri en hjá breska flugfélaginu. Icelandair er einnig stórtækt í frakflutningum sem eykur heildarlosunina en flugfélaginu til bóta má benda á að eyríki eins og Ísland er háð vöruflutningum í flugi að nokkru leyti.

Í allri umræðu um aðferðir til að slá á flugviskubitið þá er gott að hafa í huga að  fluggeirinn miðar reglulega við lægsta mælikvarða í útreikningum sínum á losun gróðurhúsalofttegunda vegna eldsneytisnotkunar líkt og Túristi fjallaði um í haust.

Þess má geta í lokin að frá og með næsta ári verða allar flugferðir viðskiptavina Bændaferða kolefnisjafnaðar og tekur ferðaskrifstofan sjálf þátt í kostnaðinum.

Nýtt efni

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …

Allt frá því að Play var skráð á hlutabréfamarkað sumarið 2021 og fram til ársloka 2022 var Fiskisund ehf. stærsti hluthafinn í Play með 8,6 prósenta hlut. Fyrir Fiskisundi fóru þau Kári Þór Guðjónsson, Halla Sigrún Hjartardóttir og Einar Örn Ólafsson, sem lengi var stjórnarformaður flugfélagsins en settist í forstjórastólinn um síðustu mánaðamót. Einar Örn átti einnig …

Flugstöðin í Changi í Singapúr er ekki lengur í efsta sæti á árlegum lista Skytrax yfir bestu flugvellina heldur í öðru sæti. Hamad alþjóðaflugvöllurinn í Doha í Katar toppar nú listann sem birtur var í gær en hann byggir á einkunnagjöf farþega. Í þriðja sæti er Incheon í Seoul en í næstu tveimur sætum eru …

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Ísafjarðar um síðustu helgi, þýska AIDAsol með nærri í 2.200 farþega. Á sunnudag koma tvö skip með væntanlega 3.000 - 4.000 farþega. Það er farþegafjöldi undir öllum viðvörunarmörkum sem Ísafjarðarbær ætlar að fylgja í framtíðinni vegna komu skemmtiferðaskipa. Nýsamþykktar fjöldatakmarkanir gilda raunar ekki á þessu ári þar sem bókanir hafa …

Í marsmánuði fór fjöldi erlendra ferðamanna í Japan í fyrsta skipti yfir 3 milljónir, samkvæmt tölum sem birtar voru í síðustu viku. Um 2,7 milljónir komu í febrúar. Auðvitað nýtur japönsk ferðaþjónusta nú uppsafnaðrar löngunar erlendra ferðamanna á að heimsækja loks Japan eftir langvarandi lokun og ferðahindranir í tengslum við Covid-19 en það er ekki …

Jón Atli Benediktsson rektor Háskóla Íslands var heiðraður á ársfundi Meet in Reykjavik í gær. Hann leiddi til sigurs umsókn Íslands um að fá ráðstefnuna „International Geoscience and Remote Sensing Symposium (IGARSS)“ til Reykjavíkur í júlí 2027. Gert er ráð fyrir að 2.500 erlendir vísindamenn og fagfólk á sviði fjarkönnunar frá öllum heimshornum sæki ráðstefnuna …

United Airlines tilkynntu í gær um betri afkomu en vænst var á öðrum ársfjórðungi. Þetta kemur í framhaldi af því að tapið á fyrsta fjórðungi var minna en óttast hafði verið. Megin ástæða þess að vel gengur er einfaldlega mikill áhugi á ferðalögum. Hlutabréf í United hækkuðu strax í fyrstu viðskiptum eftir að tilkynnt var …

Japanskir bílaframleiðandur hafa dregist aftur úr nýrri fyrirtækjum á borð við bandaríska Tesla og kínverska BYD í þróun rafbílasmíði. En menn velta því fyrir sér hvort japanskir framleiðendur á borð við Toyota og Nissan verði ekki fljótir að vinna upp það forskot - og jafnvel ná forystu - með þróun nýrrar gerðar rafhlaðna, sem vonir …