Samfélagsmiðlar

Fáir sem kolefnisjafna hjá Icelandair

Með því að gera kolefnisjöfnun hluta af bókunarferli á flugmiðum þá er hægt að fá mun fleiri til kolefnisjafna flugferðir samkvæmt reynslu svissneskra umhverfissamtaka. Hjá Icelandair er vísbending um að sárafáir nýti sér þess háttar þjónustu jafnvel eftir að sérstök reiknivél var sett á heimasíðu flugfélagsins.

Icelandair hefur boðið farþegum að kolefnisjafna flugferðir í meira en áratug. Í haust hleypti félagið af stokkunum nýrri reiknivél á kolefnisfótspori þar sem farþegar geta borga beint fyrir losunina. Fáir nýta sér þann valkost.

Það var í lok september sem Icelandair hleypti af stokkunum reiknivél þar sem farþegar gátu reiknað út kolefnisfótspor sitt eftir því hvert ferðinni er heitið og hvar í vélinni setið er. Farþegar á Saga farrými menga nefnilega mun meira en aðrir. Farþegum stendur svo til boða að kolefnisjafna flugferðina með því að greiða nokkur þúsund krónur til flugfélagsins sem nýtir fjármagnið til að kaupa plöntur af Kolviði.

Rúmlega sjö hundruð kaup á kolefnislosun voru gerð í gegnum heimasíðu Icelandair í október og nóvember samkvæmt frétt Morgunblaðsins í dag. Til samanburðar flutti félagið um sex hundruð þúsund farþega þessa tvo mánuði en þó ber að hafa í huga að hver þeirra er talinn á hverjum fluglegg. Engu að síður er þetta vísbending um að rétt um einn af hverjum 300 farþegum Icelandair nýti sér þessa leið.

Þetta er mun lægra hlutfall en þekkist til að mynda hjá flugfélögum sem nýta sér kolefnisjöfnun á vegum samtakanna MyClimate en þar á meðal eru flugfélög innan Lufthansa samsteypunnar. „Reynsla okkar sýnir að 1 til 2 prósent farþega kolefnisjafnar í gegnum heimasíðu flugfélaga þegar þess háttar er í boði. Aftur á móti hækkar það hlutfall upp í 5 til 6 prósent ef þessi möguleiki er hluti af bókunarferlinu á farmiðunum sjálfum,“ segir Kai Landwehr, talsmaður MyClimate í samtali við Túrista. Á heimasíðu Icelandair er kolefnisfótspors útreikningurinn á miðri forsíðu og ekki hluti af bókunarferlinu öfugt við það sem gildir um kaup á farangri, sætum og veitingum.

Kai Landwehr, frá MyClimate, segir jafnframt á að í ár hafi fjöldi þeirra sem kaupa kolefnislosun hjá MyClimate ríflega þrefaldast. „Ekki aðeins til að jafna út flugferðir heldur líka bílferðir, heimilishald og almennt kolefnisfótspor.“ En MyClimate hóf starfsemi fyrir fimmtán árum síðan og eru samtökin ekki hagnaðardrifin. Um 90 prósent viðskiptavina eru fyrirtæki og þar á meðal eru flugfélög innan Lufthansa Group sem kolefnisjafna flugferðir starfsmanna og líka flugliða.

Icelandair hefur ekki tekið það skref og setur þetta alfarið í hendurnar á farþegunum sjálfum. Þessu er hins vegar öfugt farið hjá flugfélögum eins og SAS og easyJet líkt og Túristi hefur áður bent á. Þannig kolefnisjafnar SAS flugferðir starfsmanna og allra meðlima í vildarklúbbi félagsins. Það dugar til að vega upp á móti um fjörutíu prósent af losun vegna farþegaflugs félagsins.

Hjá breska flugfélaginu easyJet var nýverið tekið ennþá stærra skref því þar á bæ verður öll eldsneytisnotkun flugflotans kolefnisjöfnuð á næsta ári. Stjórnendur breska flugfélagsins gera ráð fyrir að sú aðgerð kosti fyrirtækið um 25 milljónir punda á næsta ári en það samsvarar um fjórum milljörðum króna. Fyrir samskonar átak þyrfti Icelandair að greiða um 175 milljónir króna úr eigin vasa ef kolefnisjöfnunarútreikningar easyJet er notaðir.

Aftur á móti er losun á hvern farþega Icelandair líklega hærri en hjá easyJet þar sem þotur íslenska félagsins, ef MAX flugvélarnar eru frátaldar, eru komnar til ára sinna og mun eyðslufrekari en þotur easyJet. Sætanýtingin hjá Icelandair er á sama tíma nokkru lægri en hjá breska flugfélaginu. Icelandair er einnig stórtækt í frakflutningum sem eykur heildarlosunina en flugfélaginu til bóta má benda á að eyríki eins og Ísland er háð vöruflutningum í flugi að nokkru leyti.

Í allri umræðu um aðferðir til að slá á flugviskubitið þá er gott að hafa í huga að  fluggeirinn miðar reglulega við lægsta mælikvarða í útreikningum sínum á losun gróðurhúsalofttegunda vegna eldsneytisnotkunar líkt og Túristi fjallaði um í haust.

Þess má geta í lokin að frá og með næsta ári verða allar flugferðir viðskiptavina Bændaferða kolefnisjafnaðar og tekur ferðaskrifstofan sjálf þátt í kostnaðinum.

Nýtt efni

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Play, hefur óskað eftir að láta af störfum. Hann mun sinna stöðunni þar til eftirmaður hans tekur við að því segir í tilkynningu. Ólafur Þór tók við fjármálasviði Play eftir að Þóra Eggertsdóttir „ákvað að segja skilið við félagið" í október 2022. Hún hafði þá gegnt stöðu fjármálastjóra allt frá …

Hjá erlendum hagstofum lenda íslenskir ferðamenn oft í flokknum „aðrir" þegar gefnar eru út tölur um gistinætur á hótelum. Þannig er það þó ekki í þýsku höfuðborginni og samkvæmt nýjustu tölum þaðan keyptu íslenskir gestir 5.530 gistinætur á hótelum í Berlín í janúar og febrúar. Þetta er meira en tvöföldun frá sama tíma í fyrra …

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 6 prósent og um 3,9 prósent ef húsnæði er tekið út fyrir sviga. Verðmælingar Hagstofunnar sýna aftur á móti að verð á farmiðum til útlanda lækkaði um 11,4 prósent í apríl í samanburði við sama mánuð í fyrra. Þá voru páskarnir aðra helgina í apríl en eftirspurn …

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …