Fella niður 81 flug­ferð til Kefla­vík­ur­flug­vallar

Tékkneska flugfélagið gerir hér hlé á Íslandsflugi sínu strax eftir áramót en tekur upp þráðinn að nýju í lok mars. Félagið hefði staðið undir um tveimur af hverjum 100 brottförum á fyrsta fjórðungi næsta árs.

czech airlines
Mynd: Czech Airlines

Frá því haustlok hefur tékk­neska flug­fé­lagið Czech Airlines boðið upp á heldur óvenju­legt áætl­un­ar­flug til Íslands. Þoturnar fljúga nefni­lega Prag til Kaup­manna­hafar og þaðan áfram til Íslands. Lent er á Kefla­vík­ur­flug­velli seint um kvöld og brottför þaðan til Kaup­manna­hafnar klukkan hálf fimm morg­uninn eftir. Farþegar geta því valið hvort þeir fljúga aðeins til Kaup­manna­hafnar eða haldi alla leið til Prag.

Þessar ferðir hafa verið í boði daglega og fargjöldin nokkru lægri en til að mynda í flugi Icelandair og SAS til Kaup­manna­hafnar. Nú sér hins vegar fyrir endann á þessum flug­ferðum því stjórn­endur tékk­neska félagsins hafa fellt niður allar ferðir frá 7. janúar næst­kom­andi. Þetta stað­festir talskona félagsins í svari til Túrista. Hún bendir á að Czech Airlines muni byrja að fljúga til Íslands á ný í lok mars og þá beint frá Prag án milli­lend­ingar í Kaup­manna­höfn.

Dagskrá Kefla­vík­ur­flug­vallar á fyrsta fjórð­ungi næsta árs gerði ráð fyrir áfram­hald­andi daglegu flugi tékk­neska flug­fé­lagsins og hefði félagið þá staðið undir um 2 prósentum af öllu áætl­un­ar­flugi héðan þessa fyrstu þrjá mánuði ársins. Niður­felling á öllum þessum ferðum hefur því þónokkur áhrif og því útlit fyrir að fjöldi áætl­un­ar­ferða á þessu tíma­bili verði um 23 prósent lægri en á sama tíma í ár. Það er meira en fram kom í nýrri úttekt Túrista yfir flug­um­ferð til og frá landinu byrjun næsta árs.

Sú saman­tekt hefur verið uppfærð en ítar­legri greining á því hvernig flug­framboð breytist milli landa og áfanga­staða verður send síðar í dag til þeirra sem styrkja útgáfu Túrista með mánað­ar­legum fram­lögum.

Farþegar sem áttu bókaða miða í ferðir Czech Airlines til Prag eða Kaup­manna­hafnar munu fá tilkynn­ingu frá flug­fé­laginu og miðar þeirra endur­greiddir.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista