Samfélagsmiðlar

Guðlaug hlýtur Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2019

Akraneskaupstaður fékk 30 milljóna króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða árið 2017 til að hefjast handa við heita laug við Langasand. Í gær var þetta vinsæla mannvirkið verðlaunað.

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, við Guðlaugu í gær eftir að verðlaunin höfðu verið afhent.

Verkefnið „Guðlaug – heit laug í grjótvörn við Langasand á Akranesi“ er handhafi Umhverfisverðlauna Ferðamálstofu árið 2019. Verðlaunin voru afhent í gær í blíðskaparveðri við Guðlaugu samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá Ferðamálastofu.

Þar kemur einnig fram að framkvæmdir við Guðlaugu hafi farið fram á árunum 2017 til 2018 og samanstendur aðstaðan af útsýnispalli, heitri laug og síðan grynnri laug sem nýtur vatns úr yfirfalli efri laugarinnar.

„Mannvirkið er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi og fellur vel að þörfum útvistarsvæðisins við Langasand, í miðjum grjótgarði fyrir opnu hafi. Guðlaug er dæmi um glæsilega framkvæmd þar sem vel er að verki staðið og áhugi heimamanna og fagaðila á að vanda til verka augljós. Guðlaug var formlega opnuð 8. desember 2018 og er því eins árs um þessar mundir. Guðlaug nýtur mikilla vinsælda og hafa um 30 þúsund gestir hvaða af heimsótt laugina á þessu eina ári,“ segir í tilkynningu.

Guðlaug var hönnuð af Basalt arkitektum og verkfræðistofunni Mannviti. Hrólfur Karl Cela hjá Basalt arkitektum lýsir lauginni á eftirfarandi máta: „Hugmyndin fyrir Guðlaugu kviknaði útfrá dældum sem myndast umhverfis steina á sandinum, þannig myndast litlar náttúrulegar „laugar“ í flæðamálinu. Þessa hugmynd tókum við svo áfram og formuðum mannvirki á þremur stöllum í sjóvarnargarðinum, sem hver og einn hverfist um stakan stein líkt og á ströndinni. Efst er útsýnispallur sem vísar til skipsstafns, í miðjunni er laugin sjálf sem nýtur útsýnis út á hafið og skjóls frá pallinum fyrir ofan, neðst er svo laug þar sem sjórinn og vatnið frá lauginni fyrir ofan blandast“.

Akraneskaupstaður sótti um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða árið 2017 og fékk 30 milljóna króna styrk til að hefjast handa við verkefnið. Markmið styrkveitingarinnar var skapa nýtt aðdráttarafl og styrkja þannig uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu.

SMELLTU EF ÞÉR FINNST EITTHVAÐ Í TÚRISTA SPUNNIÐ

 

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …