Samfélagsmiðlar

Guðlaug hlýtur Umhverfisverðlaun Ferðamálastofu árið 2019

Akraneskaupstaður fékk 30 milljóna króna styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða árið 2017 til að hefjast handa við heita laug við Langasand. Í gær var þetta vinsæla mannvirkið verðlaunað.

Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri og Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi, við Guðlaugu í gær eftir að verðlaunin höfðu verið afhent.

Verkefnið „Guðlaug – heit laug í grjótvörn við Langasand á Akranesi“ er handhafi Umhverfisverðlauna Ferðamálstofu árið 2019. Verðlaunin voru afhent í gær í blíðskaparveðri við Guðlaugu samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá Ferðamálastofu.

Þar kemur einnig fram að framkvæmdir við Guðlaugu hafi farið fram á árunum 2017 til 2018 og samanstendur aðstaðan af útsýnispalli, heitri laug og síðan grynnri laug sem nýtur vatns úr yfirfalli efri laugarinnar.

„Mannvirkið er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi og fellur vel að þörfum útvistarsvæðisins við Langasand, í miðjum grjótgarði fyrir opnu hafi. Guðlaug er dæmi um glæsilega framkvæmd þar sem vel er að verki staðið og áhugi heimamanna og fagaðila á að vanda til verka augljós. Guðlaug var formlega opnuð 8. desember 2018 og er því eins árs um þessar mundir. Guðlaug nýtur mikilla vinsælda og hafa um 30 þúsund gestir hvaða af heimsótt laugina á þessu eina ári,“ segir í tilkynningu.

Guðlaug var hönnuð af Basalt arkitektum og verkfræðistofunni Mannviti. Hrólfur Karl Cela hjá Basalt arkitektum lýsir lauginni á eftirfarandi máta: „Hugmyndin fyrir Guðlaugu kviknaði útfrá dældum sem myndast umhverfis steina á sandinum, þannig myndast litlar náttúrulegar „laugar“ í flæðamálinu. Þessa hugmynd tókum við svo áfram og formuðum mannvirki á þremur stöllum í sjóvarnargarðinum, sem hver og einn hverfist um stakan stein líkt og á ströndinni. Efst er útsýnispallur sem vísar til skipsstafns, í miðjunni er laugin sjálf sem nýtur útsýnis út á hafið og skjóls frá pallinum fyrir ofan, neðst er svo laug þar sem sjórinn og vatnið frá lauginni fyrir ofan blandast“.

Akraneskaupstaður sótti um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða árið 2017 og fékk 30 milljóna króna styrk til að hefjast handa við verkefnið. Markmið styrkveitingarinnar var skapa nýtt aðdráttarafl og styrkja þannig uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu.

SMELLTU EF ÞÉR FINNST EITTHVAÐ Í TÚRISTA SPUNNIÐ

 

Nýtt efni

Faxaflóahafnir héldu vorfund sinn fyrir helgi til að kynna fyrirtækjum í ferðaþjónustu skipulag sumarsins við móttöku skemmtiferðaskipa, sem tekur mið af því raski sem verður vegna byggingar farþegamiðstöðvar Faxaflóahafna. Þeim framkvæmdum á að ljúka að tveimur árum liðnum, eins og FF7 greindi nýverið frá. Fram kom á fundinum að gert er ráð fyrir rúmlega 308 …

Fréttaveitan Bloomberg sagði frá því á dögunum að mikil úlfúð ríkti í alþjóðlegu kolefnisvottunarsamtökunum Science Based Targets initiatives, eða SBTi.  Fyrirtæki um allar koppagrundir hafa lengi reitt sig á vottanir frá SBTi þegar þau hafa fullyrt að þau stefni að kolefnishlutleysi.  Yfirleitt er kannski lítil ástæða til þess að fólk kippi sér upp við slæman starfsanda og …

Þegar lent er á flugvelli á ESB-svæðinu bíður farþeganna ekki verslun með tollfrjálsan varning við töskubeltin. Þess háttar er aðeins í boði fyrir brottför. Í Evrópuríkjum utan ESB gefst hins vegar tækifæri til að kaupa ódýrara áfengi við komuna eins og við þekkjum frá Keflavíkurflugvelli. Þeir sem nýta tollinn sinn þar til að kaupa léttvín …

Þrjár þotur Loftleiða munu næstu misseri fljúga viðskiptavinum erlendra ferðaskrifstofa hringinn í kringum heiminn. Um borð eru sætin stærri og færri en í hefðbundnu áætlunarflugi enda kostar ferðalagið skildinginn. Hver farþegi borgar 25 milljónir fyrir ferðalag líkt og farið var yfir í fréttum Stöðvar 2.  Það er ekkert nýtt að Icelandair leigi þotu og áhöfn í …

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …