Innanlandsflug vegur þungt á norrænum alþjóðaflugvöllum

Það er í raun séríslenskt að skilja að millilanda- og innanlandsflug. Nýjar tillögur gera ráð fyrir áframhaldandi aðskilnaði þó langstærsti flugrekandi landsins vilji fara sömu leið og tíðkst út í heimi.

flugvel innanlands isavia
Mynd: Isavia

Innanlandsflug er stór hluti af umsvifum alþjóðlegra flugvalla í löndunum í kringum okkur öfugt við það sem hefur tíðkast hér á landi. Og nú hafa ráðamenn ríkis og borgar ákveðið að kanna grundvöll fyrir því að flytja innanlandsflugið úr Vatnmýri og út í Hvassahraun. Áfram er þá gert ráð fyrir að halda alþjóðafluginu á Keflavíkurflugvelli.

Stjórnendur Icelandair Group telja engu að síður að til lengri tíma litið verði hagkvæmt að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug.

Sem fyrr segir þá er þesss háttar fyrirkomulag venjan út í heimi þannig voru þrír af hverjum tíu farþegum á Gardermoen í Ósló í fyrra á leið í eða úr innanlandsflugi. Hlutfallið er lægra á hinum Norðurlöndunum eins og sjá má á listanum hér fyrir neðan.