Metár hjá Túrista

Lesturinn hefur aukist verulega í ár og ætlunin er að gera ennþá betur á því næsta.

Kristján Sigurjónsson. MYND: LEIFUR RÖGNVALDSSON. MERKI TÚRISTA: EINAR GYLFASON/LEYNIVOPNIÐ

Það er óhætt að segja að árið sem nú er senn á enda hafi verið metár hjá Túrista. Í heildina var síðunni flett 2,5 milljón sinnum sem er veruleg viðbót frá fyrra ári og heimsóknirnar samtals 775 þúsund sem einnig er góð bæting. Og tölurnar sýna að lesendur stoppa lengur á síðunni í hvert skipti og lesa fleiri greinar.

Segja má að þetta sé í takt við ganginn í íslenskri ferðaþjónustu í ár því þó ferðafólki hafi fækkað þá hefur lítið dregið úr neyslu erlendra ferðamanna og gistinóttum á hótelum hefur lítið fækkað.

Hver þróunin hjá Túrista og ferðaþjónustunni verður á næsta ári er erfitt að segja um í dag. Markmiðið hér á bæ er þó að efla útgáfuna enda er full þörf á því að gera ferðaþjónustunni betri skil og um leið auka umfjöllun um þá möguleika sem íbúar landsins hafa þegar kemur að ferðalögum út í heim.

Um leið og ég óska lesendum Túrista góðrar ferðar á nýju ári þá bendi ég á að hægt er að styrkja Túrista með framlögum.

Áramótakveðja,
Kristján Sigurjónsson