Minni samdráttur í innan­lands­fluginu

Sem fyrr fara færri um innanlandsflugvellina en niðursveiflan í nóvember var minni en síðustu mánuði.

Mynd: Air Iceland Connect

Það sem af er ári hefur farþega­fjöldinn á innan­lands­flug­völlum landsins farið niður um 12 prósent. Samdrátt­urinn í nýliðnum nóvember var þó mun minni eða 5,7 prósent. Í farþegum talið fækkaði þeim um nærri þrjú þúsund og þrjú hundruð í síðasta mánuði og nam þá heild­ar­fjöldinn rúmum 53 þúsund farþegum.

Eins og sjá má á töfl­unni hér fyrir neðan þá voru sveifl­urnar mismun­andi eftir flug­völlum en á þeim minnstu fjölgaði farþeg­unum um tíund. Í mánað­ar­legum saman­tektum Isavia er þó aðeins að finna flokkun farþega á stærstu flug­völl­unum og þeir minni eru allir settir undir einn hatt.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista