Mun færri vegabréf gefin út

Allt þetta ár hefur útgefnum vegabréfum fækkað milli mánaða í samanburði við síðasta ár.

vegabref 2
Mynd: Þjóðskrá

Í nóvember síðastliðnum voru 1.121 íslensk vegabréf gefin út en til samanburðar vor þau 1.455 á sama tíma í fyrra. Fækkunin nemur því 23 prósentum milli ára. Þetta kemur fram í frétt Þjóðskrár Íslands sem annast útgáfu vegabréfa.

Þar sést einnig að alla mánuði ársins hefur dregið þónokkuð úr útgáfu vegabréfa. Skýringin á því kann að liggja meðal annars í minni ferðagleði Íslendinga en utanferðum landans hefur fækkað um átta af hundraði en þar er desember ekki meðtalinn.