Samfélagsmiðlar

Nýttu ekki niðursveifluna til að auka hlut sinn í Icelandair

Hlutur PAR Capital, stærsta eigenda Icelandair, er ennþá óbreyttur þrátt fyrir að gengi bréfa félagsins hafi lækkað verulega frá því að bandaríski vogunarsjóðurinn hóf að fjárfesta í flugfélaginu. Eignarhluturinn í íslenska flugfélaginu er ekki eina fjárfesting sjóðsins sem misst hefur verðgildi sitt að undanförnu.

Ein af MAX þotum Icelandair í Berlín.

Fyrir rúmu ári síðan samþykktu hluthafar Icelandair Group að að auka hlutafé félagsins. Í byrjun apríl í ár, um hálfum mánuði eftir kyrrsetningu Boeing MAX þotanna, var tilkynnt að kaupandinn að þessu nýja hlutafé væri bandaríski fjárfestingarsjóðurinn PAR Capital Management. Sjóðurinn var þar með kominn með 11,5 prósent hlut í Icelandair samsteypunni.

Kaupverðið nam um 5,6 milljörðum króna og kaupgengið var 9,03. Í maí bætti PAR Capital við fleiri hlutum og aftur í júní og júlí en á því tímabili var gengi hlutabréfa í Icelandair Group á bilinu 9 til 11. Ekki liggur fyrir hvað PAR Capital borgaði fyrir þessi viðbótarhluti en í sumarlok var vægi fyrirtækisins í hluthafahópi Icelandair komið upp í 13,71 prósent. Sjóðurinn er þar með stærsti hluthafinn í Icelandair en Lífeyrissjóður verslunarmanna kemur þar á eftir með 12 prósent hlut.

Nú í haust tók gengi hlutabréfa í Icelandair mikla dýfu og fór niður í allt að 5,5 krónur á hlut. Það er um fjörutíu prósent undir því gengi sem PAR Capital keypti meginþorra bréfa sinna á í vor. Engu að síður er eignarhlutur bandaríska sjóðsins óbreyttur samkvæmt nýjasta hluthafalista Icelandair. Það hefði heldur ekki fara leynt ef bandaríski vogunarsjóðurinn myndi styrkja stöðu sína í Icelandair Group umtalsvert. Reglur kauphallarinnar kveða nefnilega á um að tilkynna þurfi ef einstakur hluthafi fer yfir fimmtán prósenta múrinn.

Ástæðurnar fyrir því að PAR Capital hefur haldið að sér höndum kunna að vera margvíslegar. Langvarandi óvissa varðandi MAX þoturnar kann að fæla frá og eins gæti það ekki samræmst stefnu bandarísku fjárfestanna að vera langstærsti eigandinn í skráðu fyrirtæki. Og kannski sérstaklega ekki í fyrirtæki sem er kerfislega mikilvægt í fámennu evrópsku landi jafnvel þó að þessi Icelandair sé ekki ný af nálinni.

Það verðut heldur ekki fram hjá því horft að eignarhluturinn í Icelandair Group er ekki eina fjárfesting PAR Capital sem misst hefur verðgildi sitt að undanförnu. Sjóðurinn sérhæfir sig nefnilega í fjárfestingum í bandarískum flugfélögum og eins ferðabókunarfyrirtækjum eins og Expedia, Tripadvisor og Booking. Og í nýlegri úttekt pistlahöfundar á vef Yahoo Finance kemur fram að skráð verðmæti hlutabréfasafns þessa stærsta eigenda Icelandair hafi á yfirstandandi ársfjórðungi þróast með neikvæðari hætti en bandaríski markaðurinn almennt.

Mesta höggið er sennilega fall á bréfum í ferðabókunarfyrirtækinu Expedia sem féll um rúman fjórðung í byrjun nóvember en þar er PAR Capital einn af stærstu eigendunum. PAR Capital er heldur ekki stór sjóður á bandarískan mælikvarða. Samkvæmt úttekt á vef Yahoo Finance kemst PAR Capital til að mynda aðeins í sæti númer 330 á lista stærstu vogunarsjóðina þar í landi. Bolmagn stærsta eigenda Icelandair til að ráðast í fjárfestingar um þessar mundir er því kannski ekki mikið í ljósi stærðar sjóðsins og þeirra  áskorana sem nú blasa við þeim sem eru með eiginlega allt sitt í fjárfestingum í flugfélögum og ferðabókunarsíðum.

Fyrrnefnd smæð PAR Capital er svo helsta skýringin á því að það eru litlar upplýsingar um fyrirtækið að finna. Heimasíða fyrirtækisins bætir engu við og aldrei hefur starfsfólk þess svarað fyrirspurnum frá Túrista.

Stjórnendur sjóðsins komust þó í fréttir fyrir nærri fjórum árum síðan þegar þeir, ásamt einum öðrum vogunarsjóð, gerðu tilraun til að gera umbylta á stjórn United Airlines fyrir aðalfund flugfélagsins árið 2016. Þessi valdabarátta varð kveikjan að mótmælum flugmanna United fyrir utan skrifstofu PAR Capital í Boston. Þessi uppreisn vogunarsjóðanna skilaði þó ekki tilætluðum árangri en PAR Capital fékk engu að síður einn mann í þrettán manna stjórn United Airlines en sá er reyndar einn af stofnendum PAR Capital sjóðsins eins og Túristi hefur áður fjallað um.

Hvort PAR Capital sækist eftir einu af þeim fimm sætum sem verða í boði í næsta stjórnarkjöri Icelandair kemur í ljós fyrir næsta aðalfund sem væntanlega fer fram í byrjun mars. Þá verður eitt ár liðið frá kyrrsetningu MAX þotanna en nú berast þær fréttir að stjórnendur Boeing íhugi jafnvel að hætta framleiðslu þotanna. Gengi bréfa í Icelandair lækkaði um nærri sjö af hundraði á föstudag og hefur lækkað hratt nú í morgunsárið.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …