Reikna með álíka mörgum farþegum og árið 2016

Samkvæmt nýrri farþegaspá Isavia þá munu um 550 þúsund á næsta ári. Þar með fer fjöldinn niður í 6,6 milljónir.

Mynd: Isavia

Keflavíkurflugvöllur hefur hratt upp listann yfir fjölförnustu flugvelli Norðurlanda. Árið 2014 skaust hann fram úr Billund og Bromma í Stokkhólmi og varð svo stærri en flughafnirnar í Þrándheimi og Stavanger ári síðar. Síðan fór Keflavíkurflugvöllur upp fyrir Flesland í Bergen og Landvetter í Gautaborg og komst upp í fimmta sætið á topplistanum árið 2016.

Það ár fóru 6,8 milljónir farþega um flugvölllinn sem er rétt 200 þúsund fleiri farþegar en reiknað er með á næsta ári samkvæmt nýbirtri farþegaspá Isavia. Ef það verður niðurstaðan þá nemur fækkunin um átta af hundraði miðað við árið í ár sem hefur einkennst af miklum samdrætti vegna falls WOW air. Árið 2018 áttu þannig 9,8 milljónir farþega leið um Keflavíkurflugvöll.

Isavia hefur jafnan haft þann háttinn á að birta ferðamannaspá með farþegaspánni en svo er ekki að þessu sinni. Í tilkynningu segir að nokkur óvissa sé uppi varðandi ferðamannaspánna. Fyrstu niðurstöður benda þó til að íslenskum ferðalöngum fækki um á bilinu 7 til 8 prósent frá 2019 en á móti gæti fjöldi erlendra ferðamanna staðið nokkurn veginn í stað milli ára. Þetta er þó ekki endanleg niðurstaða. „Ef þetta mat gengur eftir fækkar erlendum ferðamönnum ekki á Íslandi á nýju ári,“ segir Sveinbjörn Indriðason, forstjóri Isavia.

Sem fyrr segir er gert ráð fyrir álíka mörgum farþegum á Keflavíkurflugvelli á næsta ári og þeir voru 2016. Þá komu hingað tæplega 1,8 milljónir ferðamanna en það stefnir í að fjöldinn í ár verði rétt um tvær milljónir. Í ljósi minni áherslu Icelandair á tengifarþega þá má gera ráð fyrir að hlutfall erlendra ferðamanna í þotunum sem fljúga hingað til lands verði nokkuð hærra en fyrir þremur árum síðan.

FINNST ÞÉR EITTHVAÐ TIL TÚRISTA KOMA?