Samfélagsmiðlar

Stöðugt fleiri íslenskir hótelgestir

Herbergjanýtingin á Hótel Sigló hefur aukist á undanförnu og skrifast það á aukna ásókn Íslendinga. Hótelið fær líka mjög góða umsögn á Tripadvisor og Booking.

siglo hotel

Hótel Sigló.

Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, hótelstjóri Hótel Sigló, segist mjög sátt við ganginn í ár og er bjartsýn fyrir það næsta. Túristi lagði fyrir hana nokkrar spurningar um hótelreksturinn.

Þið eruð eitt fárra íslenskra hótela með fullt hús hjá Tripadvisor. Hversu miklu máli sú einkunn?
Hún er mjög mikilvæg fyrir okkur enda er þetta það sem að flestir erlendir ferðamenn skoða þegar þeir eru að meta hvar skuli gista á leið sinni um landið. Við erum líka mjög stolt af því að vera með hæsta skor íslenskra hótela á Booking.com og Googlemaps á sama tíma. Að einhverju leiti eru þetta ólíkir markhópar sem nota þessar síður og þetta sýnir að við erum að ná að uppfylla þarfir breiðs hóps.

Tripadvisor er í raun bókunarsíða eins og Booking og Hotels.com og þær taka allar þóknun fyrir hverja pöntun. Er hlutfall bókana í gegnum svona síður hátt hjá ykkur?
Það eru í kringum 15 til 20 prósent pantana sem kemur í gengum þessar síður og mér finnst það vera heldur að minnka. Fólk er að átta sig á því að það er oft betra að nýta sér pakkatilboð á vegum hótelsins sjálfs. Þar er þá búið að bæta við einhverju viðbótar virði inn í pakkann, til dæmis kvöldverði, aðgangi að Sigló golfvellinum, skíðasvæðinu í Skarðsdal eða gönguskíðanámskeiði. Eins getum við boðið betri kjör fyrir stóra og litla hópa ef bókað er beint.

Bandaríkjamenn eru langfjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en það eru túristar frá stóru Evrópulöndunum sem fara víðast um landið. Endurspeglast það í gestakomum til ykkar?
Fjöldi Evrópumanna stendur í stað en hingað koma fleiri Bandaríkjamenn og Asíubúar. Herbergjanýtingin hefur aftur á móti hækkað og megin skýringin á því er sú að íslenskum gestum er stöðugt að fjölga.

Í sumar var flogið beint frá Hollandi til Akureyrar. Fundið þið fyrir þeirri nýjung?
Já, það var að skila sér mjög vel til okkar og kærkomin viðbót.

Hver eru næstu skref Hótel Sigló?
Það er auðvitað fyrst og fremst að viðhalda þeim miklu gæðum sem við erum með og reyna að gera enn betur. Áður kom fólk til okkar til þess að gista á glæsilegu hóteli en nú kemur það ekki síður til þess að njóta veitinganna sem í boði eru. Það er mikill metnaður hjá veitingafólkinu okkar og fleiri faglærðir í bæði eldhúsi og í þjónustu. Við höfum einnig verið að þróa matseðlana, bæði á hótelinu og Hannes Boy undanfarið ár. Viðtökurnar við því hafa verið mjög jákvæðar. Jafnframt er fjölbreytileiki í veisluþjónustunni en Sigló Hótel er með nokkra sali sem nýtast fyrir hin ýmsu tilefni, t.d. ráðstefnur, brúðkaup, tónleika og veislur.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …