Samfélagsmiðlar

Stöðugt fleiri íslenskir hótelgestir

Herbergjanýtingin á Hótel Sigló hefur aukist á undanförnu og skrifast það á aukna ásókn Íslendinga. Hótelið fær líka mjög góða umsögn á Tripadvisor og Booking.

siglo hotel

Hótel Sigló.

Kristbjörg Edda Jóhannsdóttir, hótelstjóri Hótel Sigló, segist mjög sátt við ganginn í ár og er bjartsýn fyrir það næsta. Túristi lagði fyrir hana nokkrar spurningar um hótelreksturinn.

Þið eruð eitt fárra íslenskra hótela með fullt hús hjá Tripadvisor. Hversu miklu máli sú einkunn?
Hún er mjög mikilvæg fyrir okkur enda er þetta það sem að flestir erlendir ferðamenn skoða þegar þeir eru að meta hvar skuli gista á leið sinni um landið. Við erum líka mjög stolt af því að vera með hæsta skor íslenskra hótela á Booking.com og Googlemaps á sama tíma. Að einhverju leiti eru þetta ólíkir markhópar sem nota þessar síður og þetta sýnir að við erum að ná að uppfylla þarfir breiðs hóps.

Tripadvisor er í raun bókunarsíða eins og Booking og Hotels.com og þær taka allar þóknun fyrir hverja pöntun. Er hlutfall bókana í gegnum svona síður hátt hjá ykkur?
Það eru í kringum 15 til 20 prósent pantana sem kemur í gengum þessar síður og mér finnst það vera heldur að minnka. Fólk er að átta sig á því að það er oft betra að nýta sér pakkatilboð á vegum hótelsins sjálfs. Þar er þá búið að bæta við einhverju viðbótar virði inn í pakkann, til dæmis kvöldverði, aðgangi að Sigló golfvellinum, skíðasvæðinu í Skarðsdal eða gönguskíðanámskeiði. Eins getum við boðið betri kjör fyrir stóra og litla hópa ef bókað er beint.

Bandaríkjamenn eru langfjölmennastir í hópi ferðamanna hér á landi en það eru túristar frá stóru Evrópulöndunum sem fara víðast um landið. Endurspeglast það í gestakomum til ykkar?
Fjöldi Evrópumanna stendur í stað en hingað koma fleiri Bandaríkjamenn og Asíubúar. Herbergjanýtingin hefur aftur á móti hækkað og megin skýringin á því er sú að íslenskum gestum er stöðugt að fjölga.

Í sumar var flogið beint frá Hollandi til Akureyrar. Fundið þið fyrir þeirri nýjung?
Já, það var að skila sér mjög vel til okkar og kærkomin viðbót.

Hver eru næstu skref Hótel Sigló?
Það er auðvitað fyrst og fremst að viðhalda þeim miklu gæðum sem við erum með og reyna að gera enn betur. Áður kom fólk til okkar til þess að gista á glæsilegu hóteli en nú kemur það ekki síður til þess að njóta veitinganna sem í boði eru. Það er mikill metnaður hjá veitingafólkinu okkar og fleiri faglærðir í bæði eldhúsi og í þjónustu. Við höfum einnig verið að þróa matseðlana, bæði á hótelinu og Hannes Boy undanfarið ár. Viðtökurnar við því hafa verið mjög jákvæðar. Jafnframt er fjölbreytileiki í veisluþjónustunni en Sigló Hótel er með nokkra sali sem nýtast fyrir hin ýmsu tilefni, t.d. ráðstefnur, brúðkaup, tónleika og veislur.

Nú getur þú tekið þátt í að styrkja og efla útgáfu Túrista

Nýtt efni

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …