Stórauka umsvifin í Evrópu með kaupum á Icelandair hótelunum

Umsvif verðandi eiganda að 75 prósent hlut í Icelandair hótelunum takmarkast í dag nærri eingöngu við hótelrekstur í Asíu.

Canopy hótelið í miðborg Reykjavíkur er eitt þeirra sem þrettán sem Icelandair hótelin reka um land allt. Mynd: Canopy by Hilton

Þau skilyrði sem samið var um vegna sölu á þremur af hverjum fjórum hlutum Icelandair hótelunum hafa að mestu verið uppfyllt. Kaupandinn er hið malasíska Berjaya Group en Ielandair samsteypan heldur eftir fjórðungs hlut í hótelrekstrinum.

Gert er ráð fyrir að gengið verði frá viðskiptunum í lok febrúar næstkomandi en ekki nú í árslok eins og upphaflega hafði verið stefnt að. Heildargreiðslur til Icelandair Group vegna kaupanna eru um 10,1 milljarður króna samkvæmt því sem fram kemur í tilkynningu.

Berjaya Group kemur víða við í atvinnurekstri og á meðal annars fjöldamörg hótel en þá aðallega í heimalandi, Malasíu. Í Evrópu eru hótelin þó aðeins tvö, bæði í London. Með kaupunum á 75 prósent hlut í Icelandair hótelunum bætast þá við þrettán hótel auk Edduhótelanna.

Í fyrrnefndri tilkynningu frá Icelandair Group kemur fram að stjórn Icelandair hótelanna hafi á föstudag skrifað tekið um átt milljarða króna lán í tengslum við eigendaskiptin. Berjaya hefur nú þegar greitt Icelandair Group um 1,8 milljarð króna eða um það bil þrjátíu prósent af kaupverðinu.

Eins og kom fram nú í byrjun vetrar þá keypti Berjaya Group einnig hina 2.600 fermetra vöruskemmu við Geirsgötu 11 í miðborg Reykjavíkur. Þar eru uppi áform um að reisa fimm stjörnu hótel undir merkjum Four Season sem yrði þá fyrsta útibú hótelkeðjunnar í Norðurlöndum.

Finnst þér eitthvað til Túrista koma?