Samfélagsmiðlar

Telur mögulega yfirtöku byggjast á bættri afkomu Icelandair

Þau sár sem WOW air olli Icelandair eru að gróa en félagið þarf þó að snúa rekstrinum við eigi það að verða hluti af samþjöppun á evrópskum flugmarkaði. Þetta er mat greinandans Nick Wyatt.

Því er reglulega haldið fram að innan Evrópu séu flugfélögin of mörg og óumflýjanlegt að einhver þeirra sameinist líkt og gerst hefur í Bandaríkjunum. Stóri munurinn er þó augljóslega sá að innan Evrópu eru mörg ólík lönd og sumstaðar fara stjórnvöld með stóran hlut í flugfélögunum sjálfum. Finnair og SAS eru þannig að miklu leyti í eigu hins opinbera og það sama á við um AirBaltic svo þrjú nærtæk dæmi séu tekin. Loftrými álfunnar hefur ekki heldur verið sameinað.

Síðustu misseri hefur flugfélögunum í Evrópu þó fækkað og þá aðallega vegna gjaldþrota. Og frekari samþjöppun er eitt þeirra atriða sem mun einkenna fluggeirann á næsta ári að mati Nick Wyatt, yfirmanns rannsóknasviðs GlobalData í ferðamálum. Hann birti nýverið lista yfir þau fimm atriði sem munu vera í fókus í fluginu á næsta ári að hans mati. Þar eru flotamál og umhverfismál í brennidepli en líka samþjöppunin.

En hverjar telur hann líkurnar á því að Icelandair verði tekið yfir eða er flugfélagið of lítið til heilla stjórnendur stórra flugfélaga eins og British Airways og Lufthansa? „Ég veit ekki til þess að á þessari stundu hafi annað flugfélag sýnt Icelandair áhuga en það segir ekkert um að þess háttar sé útilokað. Ég tel þó ekki að stærð standi í vegi fyrir yfirtöku. Fjárhagsleg staða og mögulegur ábati vegur þyngra. Icelandair tapaði hlutdeild til WOW air en nú hefur verið dregið úr þeim verkjum og á fyrstu þremur fjórðungum ársins voru teikn um aukna arðsemi. Samt sem áður er félagið ennþá í mínus á þessu níu mánaða tímabili og ég reikna með að mögulegir kaupendur munu vilja sjá þeirri stöðu snúið við,“ segir Wyatt í svari við fyrirspurn Túrista.

Í fyrrnefndri spá sinni, um helstu áskoranir fluggeirans á næsta ári, segir Wyatt að flugfélög muni áfram eiga í vandræðum með að láta lággjaldaflug á lengri leiðum ganga upp. Hann fullyrðir jafnframt að draga megi lærdóm af örlögum WOW air þar sem félagið höfðaði helst til farþega sem horfa aðallega í farmiðaverðið.

Aðspurður um að útskýra þetta nánar þá bendir Wyatt að WOW air hafi verið markaðssett sem lággjaldaflugfélag og af þeim sökum laðað til sín kúnnahóp sem var viðkvæmur fyrir verði. „Það tókst vel til hjá flugfélaginu að öðlast markaðshlutdeild, aðallega á kostnað Icelandair, en versnandi fjárhagsstaða WOW air á síðari stigum sýndi að þetta var dýru verði keypt. Jafnvel þegar fyrirtækið náði ákveðinni stærðarhagkvæmni og tekjurnar uxu þá var engu að síður erfitt að skila hagnaði,“ segir Wyatt. Að hans mati skrifast sú niðurstaða á vandamálið við að láta lággjaldamódelið virka á lengri flugleiðum.

Wyatt bendir jafnframt á áskorunina í að fá farþega til millilenda á leiðinni yfir Atlantshafið. „Að fljúga frá Vestur-Evrópu til austurstrandar Bandaríkjanna kallar ekki endilega á millilendingu og margir farþegar reyna að forðast slíkt. Aftur á móti er hægt að sannfæra þá um þess háttar ef farmiðinn er nógu ódýr og WOW náði hluta þess markaðar til sín.“

Óhætt er að segja að þarna komi Wyatt jafnframt inn á hluta af vanda Icelandair í dag. Framboð á beinu flugi milli stærstu borga Evrópu og Norður-Ameríku er mikið og bróðurpartur af flugi Icelandair er til þessara sömu borga. Og það er líklegast ein af ástæðum þess að stjórnendur Icelandair setja nú í forgang flytja fólk til og frá Íslandi í stað þeirra sem eru á leið milli heimsálfa.

Hversu góð sú stefna er til lengri tíma á eftir að koma í ljós. En gera má ráð fyrir að þegar hulunni verður svipt af flotastefnu félagsins eftir áramót að þá sjáist betur hvert Icelandair stefnir í framtíðinni. Ætlar félagið að halda sig á svipuðum slóðum og í dag eða auka áherslu á fjarlægari áfangastaði og þannig skapa sér á ný sérstöðu tengiflugi?

Samsetning á flota Icelandair til lengri tíma ætti að veita svör við þessum spurningum. Og hvort að sú framtíðarsýn stjórnenda Icelandair geri fyrirtækið að ákjósanlegri fjárfestingu fyrir erlend flugfélög gæti þá skýrst í framhaldinu.

FINNST ÞÉR EITTHVAÐ GAGN Í SKRIFUM TÚRISTA?

Nýtt efni

Á árinu 2023 minnkaði sala í Danmörku á prentuðum bókum um 70,2 milljónir danskra króna (tæpa 1,5 milljarða íslenskra kr.) en á sama tíma jókst velta með stafrænar bækur, hljóð og e-bækur, um 35,3 milljónir danskra kr. (rúmar 700 milljónir kr). Einmitt þessi breyting kemur illa niður á rithöfundum landsins því tekjur þeirra og forlaganna …

Af þeim sex norrænu flugfélögum sem skráð eru á hlutabréfamarkað þá gengur best hjá hinu norska Norwegian. Félagið stokkaði upp leiðakerfið í heimsfaraldrinum, endursamdi við birgja og starfsfólk og í fyrra skilaði Norwegian methagnaði. Sú niðurstaða skrifaðist meðal annars á þá ákvörðun stjórnenda að draga töluvert úr umsvifunum yfir vetrarmánuðina. Það hefur leitt til að …

Í ágúst 2026 er áætlað að Victorian Fruit and Vegetable Market í höfuðborg Írlands opni dyr sínar á nýjan leik. Markaðurinn hefur verið lokaður í fimm ár og byggingin legið undir skemmdum en með hjálp 25 milljón evra þróunarstyrks er markmiðið að nýr markaður skáki ekki aðeins hinum víðfræga Enska markaði í Cork heldur mörkuðum …

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …