Rúmlega fimmt­ungi færri áætl­un­ar­flug í ársbyrjun

Fyrstu þrjá mánuðina í fyrra var WOW air ennþá í loftinu. Við brotthvarf félagsins dró úr umferð um Keflavíkurflugvöll og það stefnir í samdrátt á fyrsta fjórðungi næsta ár. Hann er þó mjög mismunandi eftir löndum og borgum. Ennþá er óljóst með áform Play og hins nýja WOW.

Brottfararfarþegar á Keflavíkurflugvelli. Mynd: Isavia

Í haust hefur samdrátt­urinn í áætl­un­ar­flugi frá Kefla­vík­ur­flug­velli numið rúmum fjórð­ungi en fjöldi erlendra ferða­manna hefur dregist minna saman eða um fimmtung. Þannig hefur takt­urinn verið síðan WOW air fór í þrot, hlut­falls­lega fækkar ferða­fólki minna en flug­ferð­unum til og frá landinu.

Ef þróunin verður sú sama fyrstu þrjá mánuði næsta árs þá má gera ráð fyrir mismik­illi niður­sveiflu í fjölda ferða­manna eftir áramót, minnst í febrúar en mest í mars.

Á dagskrá Kefla­vík­ur­flug­vallar fyrir febrúar er nefni­lega gert ráð fyrir 48 brott­förum á dag að jafnaði. Meðal­talið var 56 ferðir á sama tíma í ár samkvæmt taln­ingum Túrista. Hlut­falls­lega nemur samdrátt­urinn rétt um þrettán af hundraði. Í mars stefnir aftur á móti í um 28 prósent samdrátt í fjölda brott­fara og þar með gæti ferða­manna­hóp­urinn í þeim mánuði dregist saman um allt að fimmtung miðað við reynslu síðustu mánaða. Janúar liggur svo mitt á milli eða með 22 prósent færri áætl­un­ar­ferðir.

Páskar á næsta ári eru í seinni hluta apríl en þeir voru um miðjan þann mánuð í fyrra. Ferða­gleðin sem fylgir frídög­unum í kringum þá hátíð hefur því ekki áhrif á fyrsta fjórðung næsta árs.

Hafa verður í huga að forsvars­fólk bæði Play og WOW air gera ráð fyrir að hefja áætl­un­ar­flug í byrjun næsta árs. Gangi það eftir hefur það umtals­verð áhrif. Þó ber að hafa í huga að sala á farmiðum er ekki hafin og nú er mjög stutt í áramót. Þar með má reikna með að þotur félag­anna verði frekar þunn­skip­aðar fari þær í loftið.

Þó áætl­un­ar­ferð­unum frá Kefla­vík­ur­flug­velli fækki um fimmtung á fyrsta fjórð­ungi næsta árs þá kemur samdrátt­urinn mismun­andi fram þegar flug­um­ferðin er greind eftir löndum. Þannig hefur bæst í flugið til Kaup­manna­hafnar, Hels­inki og Póllands. Fækk­unin er tölu­verð í flugi hingað frá Norður-Ameríku eins og sjá má á töfl­unni hér fyrir neðan sem sýnir breyt­ingar á flugi til þeirra tíu landa sem oftast er flogið til.

Ítar­legri saman­tekt um breytt flug­framboð á fyrsta ársfjórð­ungi næsta árs, eftir borgum og löndum, verður á morgun send þeim sem styrkja útgáfu Túrista með mánað­ar­legum fram­lögum. Hægt er að bætast í þann hóp hér.

Uppfært: Eftir birt­ingu grein­ar­innar kom í ljós að tékk­neska flug­fé­lagið Czech Airlines hafði tekið út 80 brott­farir héðan til Kaup­manna­hafnar í janúar, febrúar og mars. Þar með er samdrátt­urinn meiri en upphaf­lega var reiknað með.