Umsvifa­mestu flug­fé­lögin í nóvember

Áfram dregur verulega úr fjölda áætlunarferða um Keflavíkurflugvöll. Á sama tíma eykst vægi Icelandair.

Flugtak frá Keflavíkurflugvelli. Mynd: Isavia

Það voru farnar rúmlega fjórð­ungi færri áætl­un­ar­ferðir frá Kefla­vík­ur­flug­velli í síðasta mánuði í saman­burði við sama tíma í fyrra. Skýr­ingin á þessu liggur að lang mestu leyti í falli WOW air. Þessar breyt­ingar hafa það líka í för með sér að Icelandair er á ný komið með rúmlega sextíu prósent hlut­deild á Kefla­vík­ur­flug­velli þegar aðeins er horft til fjölda áætl­un­ar­ferða. Upplýs­ingar um farþega­fjölda eru ekki opin­berar.

Næst umsvifa­mesta flug­fé­lagið í síðasta mánuði var easyJet og þar á eftir kemur Wizz air. Samtals voru flug­fé­lögin fjórtán talsins sem héldu uppi alþjóða­flugi héðan í nóvember.