Umsvifamestu flugfélögin í nóvember

Áfram dregur verulega úr fjölda áætlunarferða um Keflavíkurflugvöll. Á sama tíma eykst vægi Icelandair.

Flugtak frá Keflavíkurflugvelli. Mynd: Isavia

Það voru farnar rúmlega fjórðungi færri áætlunarferðir frá Keflavíkurflugvelli í síðasta mánuði í samanburði við sama tíma í fyrra. Skýringin á þessu liggur að lang mestu leyti í falli WOW air. Þessar breytingar hafa það líka í för með sér að Icelandair er á ný komið með rúmlega sextíu prósent hlutdeild á Keflavíkurflugvelli þegar aðeins er horft til fjölda áætlunarferða. Upplýsingar um farþegafjölda eru ekki opinberar.

Næst umsvifamesta flugfélagið í síðasta mánuði var easyJet og þar á eftir kemur Wizz air. Samtals voru flugfélögin fjórtán talsins sem héldu uppi alþjóðaflugi héðan í nóvember.