WOW leigir skrifstofu í Washington

Áfram er unnið að endurreisn íslenska lággjaldaflugfélagsins. Nú hefur húsnæði í bandarísku höfuðborginni verið merkt félaginu.

Mynd: Sigurjón Ragnar

Ekkert varð úr jómfrúarferð WOW air í haust líkt en áfram vinnur Michelle Ballarin og hennar fólk að því að koma flugfélaginu í loftið á ný. Til marks um það hefur húsnæði í Foggy Bottom hverfinu í Washington borg nú verið merkt flugfélaginu eins og sjá má af myndinni hér fyrir neðan sem fengin er af Facebook.

Gunnar Steinn Pálsson, talsmaður WOW air, staðfestir í svari til Túrista að húsnæðið sem um ræðir hafi verið leigt undir söluskrifstofu WOW air í borginni. Hann vill þó ekki tjá sig um mannaráðningar eða önnur verkefni sem nú er unnið að vegna endurkomu WOW air.

Hið verðandi skrifstofuhúsnæði WOW í Washington. Þar verður jafnframt rekið kaffihús af merkingunum að dæma.