Bílaleigubílar í Orlandó: Ólík verðþróun eftir stærð ökutækja

Þó stutt sé í að leigutíminn hefjist þá hefur verð á miðlungs stórum bílaleigubílum við flugvöllinn í Orlando lækkað. Aftur á móti er dýrara að leigja sjö manna bifreið.

orlando skilti 860
Mynd: Ferðamálaráð Orlando

Nú í vetur er Orlandó eina borgin á Flórídaskaganum sem flogið er til frá Íslandi. Bæði Tampa og Miami eru nefnilega horfnar af leiðakerfi Keflavíkurflugvallar. Og þeir sem ætla í vetrarfrí til Orlando á næstunni hafa væntanlega flestir gert ráðstafanir varðandi bílaleigubíla enda nærri nauðsynlegt að hafa ökutæki til taks þegar dvalið er í borginni eða í nágrenni við hana.

Túristi hefur gert verðkannanir með reglulegu millibili á bílaleigunum við flugstöðvarnar í Orlando og miðað við niðurstöður könnunar dagsins þá hefur leigan á miðlungs stórum bílum í febrúar næstkomandi farið lækkandi. Bæði þegar horft er til könnunarinnar í október og júlí í fyrra.

Aftur á móti eru stærri bílar orðnir dýrari eins og sjá má. Þess má geta að gengi dollara hefur veikst um tvö prósent gagnavart krónunni síðan í haust.

Sem fyrr er leitarvél bókunarfyrirtækis Rentalcars nýtt í verðsamanburðinn en hún finnur oft hagstæðari tilboð en þau bílaleigurnar sjálfar bjóða.