Borg­irnar sem flogið verður til fyrstu mánuði ársins

Þegar vetraráætlun Keflavíkurflugvallar lá fyrir þá var gert ráð fyrir reglulegu flugi til Madrídar, Prag og San Francisco. Nú í ársbyrjun detta þessar flugleiðir upp fyrir.

flug danist soh
Mynd: Danist Soh / Unsplash

Hinni form­legu vetr­aráætlun flug­geirans lýkur 28. mars og strax í kjöl­farið fer ferð­unum til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli að fjölga. En þangað til stendur farþegum til boða áætl­un­ar­flug til fjörutíu og sex borga og bæja út í heimi.

Það er þremur borgum minna en gert var ráð fyrir í byrjun vetrar þegar ennþá var reiknað með beinu flugi Norwegian hingað frá Madríd og sömu­leiðis áætl­un­ar­ferðum Czech Airlines frá Prag til Íslands með milli­lend­ingu í Kaup­manna­höfn.

Nú í janú­ar­byrjun detta þessar ferðir upp fyrir en úrvalið er engu að síður stór­gott eins og sjá má á list­anum hér fyrir neðan. Með því að slá inn heiti borgar eða lands má sjá hvert er flogið og á vegum hvaða flug­fé­laga.