Flugvélarnar í loftið frá Keflavíkurflugvelli

Fyrsta brottför dagsins frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar var um klukkan þrjú í nótt. Nú í morgun hafa þotur Icelandair haldið til Evrópu.

Flugbrautir Keflavíkurflugvallar ruddar. Mynd: Isavia

Öllu flugi frá landinu var aflýst í gærkvöld og vegna veðurs og þurftu farþegar sem komu til landsins að bíða klukkustundum saman í flugvélum á Keflavíkurflugvelli og þá myndaðist örtröð í Flugstöð Leifs Eiríkssonar þegar fólk komst loks frá borði. Umferðin um Reykjanesbrautina var einnig þung eins og víða hefur komið fram.

Rétt eftir miðnætti komst svo þota á vegum Wizz Air í loftið og hélt sú til London og stuttu síðar fylgdi önnur vél Wizz Air sem flaug til Varsjár. Nú í morgun hafa svo þotur Icelandair tekið á loft ein á fætur annarri en þó flestar nokkru á eftir upphaflegri áætlun. Samtals gerir áætlun Keflavíkurflugvallar ráð fyrir fjörutíu og sex brottförum í dag.

Einu flugferðirnar sem aflýst hafa verið í innanlandsfluginu í dag eru til Ísafjarðar á vegum Air Iceland Connect.