Hefbundinn handfarangur ekki lengur innifalinn

Sá sem bókar flugmiða héðan með Norwegian til Spánar eða Noregs kemst varla hjá nýju farangursgjaldi.

Frá og með deginum í dag þurfa farþegar með ódýrustu miðana að greiða sérstaklega fyrir afnota af töskuhólfinu í farangursrýminu hjá Norwegian. MYND: NORWEGIAN

Ekkert flugfélag flytur fleiri farþega milli Íslands og Spánar en Norwegian gerir. Héðan fljúga þotur þessa norska lággjaldaflugfélags nefnilega til Alicante, Barcelona, Las Palmas og Tenerife. Auk býður flýgur upp á reglulegar ferðir milli Keflavíkurflugvallar og Gardermoen við Ósló.

Og hingað til hafa ódýrustu fargjöld Norwegian, svokallaðir LowFare miðar, dugað þeim farþegum félagsins sem aðeins ætla að ferðast með handfarangur. Í dag breytti félagið hins vegar farangursreglunum en þess háttar hafði verið í farvatninum. Með þessum breytingum þurfa farþegar sem ferðast með ódýrustu miðana hjá Norwegian að borga aukalega fyrir allar handtöskur sem ekki komast undir sætin fyrir framan. Gjaldið nemur 7 evrum sem jafngildir 970 krónum.

Þeir voru búnir að bóka farmiða verða ekki fyrir barðinu á nýju gjaldtökunni. Áfram fylgir svo hefðbundinn handfarangur dýrari farmiðunum hjá Norwegian.

Með þessum nýju reglum þá fetar Norwegian í fótspor Wizz Air sem rukkar einnig fyrir handfarangur og það gerði reyndar WOW air líka.