Keahótelin segja skilið við Hótel Norðurland

Eigendur Hótel Norðurlands taka aftur við rekstrinum.

Hótel Norðurland verður frá og með vorinu ekki hluti af Keahótelunum. Mynd: Keahótelin

Það var vorið 2005 sem Keahótelin leigðu Hótel Norðurland í miðbæ Akureyrar og jafnframt Hótel Borg við Austurvöll. Leigusamningarnir voru til fimmtán ára en ekki stendur til að framlengja þann fyrrnefnda að sögn Páls L. Sigurjónssonar, framkvæmdastjóra Keahótelanna. Hann segir að ekki hafi verið vilji þar á bæ til að endurnýja samninginn.

Aron Pálsson sem verið hefur hótelstjóri Hótels Norðurlands hefur tekið við stjórn KEA hótelsins á Akureyri.

Á Hótel Norðurlandi eru 41 herbergi og telst hótelið vera þriggja stjörnu samkvæmt heimasíðu Keahótelanna. Eftir breytingar verður fyrirtækið með samtals tíu hótel, þar af sjö í Reykjavík.

Eigendur Hótels Norðurlands er fyrirtæki í eigu Jóns Ragnarssonar.