Keahót­elin segja skilið við Hótel Norð­ur­land

Eigendur Hótel Norðurlands taka aftur við rekstrinum.

Hótel Norðurland verður frá og með vorinu ekki hluti af Keahótelunum. Mynd: Keahótelin

Það var vorið 2005 sem Keahót­elin leigðu Hótel Norð­ur­land í miðbæ Akur­eyrar og jafn­framt Hótel Borg við Aust­ur­völl. Leigu­samn­ing­arnir voru til fimmtán ára en ekki stendur til að fram­lengja þann fyrr­nefnda að sögn Páls L. Sigur­jóns­sonar, fram­kvæmda­stjóra Keahót­el­anna. Hann segir að ekki hafi verið vilji þar á bæ til að endur­nýja samn­inginn.

Aron Pálsson sem verið hefur hótel­stjóri Hótels Norð­ur­lands hefur tekið við stjórn KEA hótelsins á Akur­eyri.

Á Hótel Norð­ur­landi eru 41 herbergi og telst hótelið vera þriggja stjörnu samkvæmt heima­síðu Keahót­el­anna. Eftir breyt­ingar verður fyrir­tækið með samtals tíu hótel, þar af sjö í Reykjavík.

Eigendur Hótels Norð­ur­lands er fyrir­tæki í eigu Jóns Ragn­ars­sonar.