Kefla­vík­ur­flug­völlur heldur fimmta sætinu en gæti misst það í ár

Þrátt fyrir að farþegum hafi fækkað töluvert í fyrra þá er Flugstöð Leifs Eiríkssonar ennþá sú fimmta fjölfarnasta á Norðurlöndum.

Um fjórðungi færri áttu leið um Keflavíkurflugvöll í fyrra samanborið við árið á undan. Mynd: Isavia

Síðustu ár hefur Kefla­vík­ur­flug­völlur flogið upp listann yfir þær norrænu flug­hafnir sem flestir farþega fara um. Árið 2014 komst íslenski flug­völl­urinn til að mynda upp fyrir Bromm­a­flug­völl í Stokk­hólmi og Billund á Jótlandi. Síðan skutust norsku flug­vell­irnir í Þránd­heimi og Stavanger aftur fyrir Kefla­vík­ur­flug­völl sem einnig tók fram úr Bergen í Noregi og Gauta­borg í Svíþjóð og komst þannig í fimmta sætið á topp­list­anum.

Og þar situr Kefla­vík­ur­flug­völlur áfram þrátt fyrir að farþegum þar hafi fækkað um fjórðung í fyrra og farið niður í rúmar 7,2 millj­ónir. Í ár gerir Isavia farþegaspá Isavia ráð fyrir að farþega­fjöldinn fari niður í 6,7 millj­ónir og þá er stutt í sjötta og jafnvel sjöunda sætið eins og sjá má á list­anum yfir 10 fjöl­förn­ustu flug­hafnir Norð­ur­landa.

Þess má geta að Kefla­vík­ur­flug­völlur er sá eini á list­anum sem gerir aðeins út á milli­landa­flug. Innan­lands­flug er nefni­lega umtals­verður hluti af starf­sem­inni á öllum hinum flug­völl­unum.