Margir á Manna­móti

Nú stendur yfir ferðakaupstefnan Mannamót í Kópavogi. Og sem fyrr eru margir mættir.

Myndir: Gunnlaugur Rögnvaldsson

Það eru 270 ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tæki sem kynna sig á Manna­mótum ferða­þjón­ust­unnar sem hófst í hádeginu í Kórnum í Kópa­vogi og stendur yfir til klukkan 17 í dag. Að jafnaði hafa um átta hundruð gestir komið á sýninguna síðustu ár og ásóknin í ár er mikil eins og sjá má á myndum sem útsendari Túrista tók í Kópa­voginu fyrr í dag.