Samfélagsmiðlar

Meirihlutinn í Keahótelunum er ekki til sölu

Kaup fjárfesta frá Alaska á meirihluta í Keahótelunum er ein stærsta erlenda fjárfestingin í íslenskri ferðaþjónustu hingað til. Orðrómur um að Bandaríkjamennirnir ætli sér að selja hlut sinn í hótelunum og símafyrirtækinu Nova á ekki við rök að styðjast.

Exeter hótel í Tryggvagötu í Reykjavík er eitt af ellefu hótelum Keahótelanna.

Það var síðla sumars árið 2017 sem tilkynnt var um sölu á 75 prósent hlut í Keahótelum, þriðja stærsta hótelfyrirtæki landsins. Kaupandi var fjárfestingafélagið K Acquisitions en að baki því stendur fasteignafélagið JL Properties og eignastýringarfyrirtækið Pt Capital Advisors.

Hið fyrrnefnda eignaðist fjórðungs hlut í Keahóelunum en það síðarnefnda helming. Bæði fyrirtækin eru frá borginni Anchorage í Alaska  í Bandaríkjunum og fara þau jafnframt með meirihlutann í símafyrirtækinu Nova.

Fyrir JL Properties fara þeir Jonathan Rubini og Leonard Hyde, tveir ríkustu menn Alaska fylkis samkvæmt úttekt Forbes. Sá fyrrnefndi hefur verið stjórnarformaður Keahótelanna en í byrjun desember sl. var tilkynnt að Liv Bergþórsdóttir, fyrrum forstjóri Nova og stjórnarformaður WOW, hefði tekið við því hlutverki. Þá kom fram í fréttatilkynningu að hún myndi vinna með eigendum og stjórnendum félagsins að frekari uppbyggingu og þróun.

Þrátt fyrir þá yfirlýsingu hefur verið uppi orðrómur um að fjárfestarnir frá Alaska væru farnir að hugsa sér til hreyfings og hlutirnir í Nova og Keahótelunum væru því falir. Hugh Short, framkvæmdastjóri Pt Capital Advisors, segir þó ekkert til í því. „Við erum mjög ánægð með fjárfestingar okkar á Íslandi og engin áform uppi um að fara út úr þeim á næstunni,“ segir Short í svari til Túrista.

Keahótelin reka sjö hótel í Reykjavík og þar á meðal Hótel Borg við Austurvöll. Auk þess á fyrirtækið tvö hótel á Akureyri, eitt við Vík og annað við Mývatn.

Þessi umsvif gera Keahótelin að þriðja stærsta hótelfyrirtæki landsins. Umsvifamest á þeim markaði er hins vegar Íslandshótelin og þar á eftir kemur hótelrekstur Icelandair Group. Nýverið keypti dótturfélag malasísku samsteypunnar Berjaya 75 prósent hlut í hótelum Icelandair. Gert er ráð fyrir að gengið verði frá viðskiptunum í lok næsta mánaðar en upphaflega var stefnt að því að klára kaupin fyrir síðustu áramót.

NÚ GETUR ÞÚ STUTT ÚTGÁFU TÚRISTA

Nýtt efni

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …

Allt þar til að Boeing Max krísan hófst, í ársbyrjun 2019, framleiddi Boeing fleiri þotur en keppinauturinn, Airbus. Kyrrsetningar og endurteknir framleiðslugallar hafa hins vegar orðið til þess að hægt hefur á framleiðslunni í verksmiðlum Boeing og eftirspurnin minnkað. Í fyrra framleiddi Airbus 735 þotur en Boeing 528 og mun bilið að öllu óbreyttu breikka …

Fataverslunin Húrra Reykjavík opnar í brottfararsal Keflavíkurflugvallar í vor og verður þar boðið upp á úrval af fatnaði og skóm frá vinsælum vörumerkjum fyrir farþega á leið úr landi. „Við erum að stíga stór skref með opnun þessarar nýju og glæsilegu verslunar, sem á sér stað í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins. Þetta er …

MYND: ÓJ

„Þetta er ein heitasta gjafavara Íslands, það get ég sagt fullum fetum. Seljum mikið á netinu hjá okkur út um allan heim,“ segir Baldur Ólafsson, markaðsstjóri Bónus, við fyrirspurn FF7 um vinsældir burðarpoka Bónus meðal ferðamanna.  Áberandi er við verslanir Bónus í miðborginni að ferðamenn kaupa þar gjarnan marga burðarpoka úr endurefni efni sem skarta …