Metfjöldi ferðamanna heimsvísu

Evrópa er áfram sú heimsálfa sem fær til sín langflesta ferðamenn.

kaupmannahofn ferdamadur Morten Jerichau
Ferðamaður við Amelienborg í Kaupmannahöfn Mynd: Ferðamálaráð Kaupmannahafnar

Fjöldi þeirra ferðamanna sem fór á milli landa í fyrra mældist um einn og hálfur milljarður á síðasta ár samkvæmt nýju uppgjöri UNWTO, ferðamálaráði Sameinuðu þjóðanna. Vöxturinn frá árinu 2018 mældist um fjögur prósent sem er aðeins minna en árin tvö á undan. Skýringin á því liggur helst í falli Thomas Cook, óvissu vegna Brexit og versnandi efnahagsástandi samkvæmt því sem segir í tilkynningu UNWTO.

Hlutfallslega varð aukningin í fjölda ferðafólks mest á Miðausturlöndum í fyrra eða um átta prósent en Evrópa er sem fyrr langvinsælust. Um helmingur allra þeirra sem fór í utanlandsferð í fyrra var í Evrópu samkvæmt talningu ferðamálaráðsins.

Horfurnar fyrir árið sem nú er nýhafið eru álíka og í fyrra að því segir í tilkynningu UNWTO.