Miklu minni losun frá flugi

Losun gróðurhúsalofttegunda vegna íslensks flugreksturs dróst saman um hátt í helming í fyrra.

MYND: AMAN BHARGAVA / UNSPLASH

Fall WOW air í lok mars í fyrra hafði þau áhrif að losun gróðurhúsalofttegunda á vegum íslenskra flugrekenda minnkaði um  44 prósent á síðasta ári í samanburði við árið 2018. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar en um er að ræða bráðabirgðaútreikninga.

Í frétt Hagstofunnar segir að samdráttinn megi rekja til fækkunar flugfélaga í millilandaflugi en tölur Hagstofunnar taka eingöngu tillit til reksturs íslenskra félaga en ekki losunnar vegna flugferða erlendra flugfélaga sem hafa viðkomu á Íslandi.

Í fyrra stóð WOW air undir  um þriðjungi af heildarlosun íslenskra flugrekenda og með brotthvarfi félagsins var því ljóst að losunin í ár yrði talsvert minni en árið 2018. Miðað við fyrrnefnda bráðabirgðaútreikninga Hagstofunnar þá hefur losunin dregist meira saman en nam hlut WOW air.

NÚ GETUR ÞÚ STUTT ÚTGÁFU TÚRISTA