Samfélagsmiðlar

Óskar eftir fundi í samgöngunefnd Alþingis vegna Boeing

Þingflokksformaður Viðreisar kallar eftir því að fulltrúar Isavia, Samgöngustofu og Icelandair mæti á fund umhverfis- og samgöngunefndar við fyrsta tækifæri til umræðu um stöðu Boeing MAX þota Icelandair.

MAX þota Icelandair á flugbraut við Tegel flugvöllinn í Berlín.

Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, hefur óskað eftir því að umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis taki mál sem varða endurkomu MAX flugvéla Boeing til umfjöllunar. Hanna Katrín á sæti í nefndinni.

Í færslu á Facebook vísar Hanna Katrín til þess að síðustu daga hafi fjölmiðlar víða um heim opinberað samskipti milli háttsettra starfsmanna Boeing þar sem fram kemur áhersla þeirra á að flugmenn MAX þotanna eigi ekki að þurfa sérstaka þjálfun ef þeir hafa réttindi á eldri gerðir af Boeing 737. Flugvélaframleiðandinn lét reyndar af þeirri stefnu nú í vikunni þegar forstjóri fyrirtækisins tilkynnti að skilyrði verði sett um að allir flugmenn fái þjálfun i flughermi.

Icelandair hafði tekið sex þotur af gerðinni Boeing MAX 737 í notkun en áður þoturnar voru kyrrsettar um miðjan mars í fyrra. Auk þess voru þrjár í viðbót tilbúnar til afhendingar en þær bíða enn við verksmiðjur Boeing í Seattle.

Í færslu sinni á Facebook segir Hanna Katrín að hún óski eftir því að Isavia, Samgöngustofa og Icelandair mæti á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis við fyrsta tækifæri og veiti upplýsingar um hvernig þessir aðilar fylgjast með ferlinu í tengslum við afnám kyrrsetningar MAX þotanna.

Nýtt efni

Mitt inn í dimmum Grünheideskógi skammt frá Berlín hafa 80 manneskjur komið sér fyrir í kofum sem þau hafa byggt hátt uppi trjánum. Kofaþorpið eru bækistöðvar mótmælenda eða aðgerðarsinna eins og þau kalla sig. Einmitt inni í þessum sama skógi hyggst bandaríski rafmagnsbílaframleiðandinn Tesla stækka svokallaða gígaverksmiðju sem var tekin var í notkun í mars …

Lufthansa hefur náð samkomulagi við verkalýðsfélagið Verdi og þar með er endi bundinn á langa vinnudeilu við flugvallarstarfsfólk þýska flugfélagsins. Flugáætlun Lufthansa fer því ekki úr skorðum yfir páskana líkt og útlit var fyrir en félagið er með þrjár flugferðir til Íslands á áætlun sinni yfir hátíðarnar. Hinn nýi samningur Verdi og Lufthansa kemur í …

Það voru 561 þúsund skráðar gistinætur hér á landi í febrúar sem er um 2,5 prósent samdráttur í samanburði sama tímabil í fyrra. Ef tekið er tillit til hlaupársdagsins þá var fækkunin ennþá meiri eða nærri 6 af hundraði. Á hótelum landsins voru gistinæturnar 373 þúsund sem er ögn meira en í febrúar í fyrra …

Þegar Hagstofan leggur mat á breytingar á verðlagi þá er meðal annars horft til fargjalda, bæði í flug innanlands og til útlanda. Samkvæmt nýjum verðmælingum Hagstofunnar þá lækkaði farið frá Keflavíkurflugvelli um 5 prósent í mars en farþegar í innanlandsflugi þurftu að borga 16 prósent meira en í fyrra. Á sama tíma hækkaði verðlag í …

„Undanfarna mánuði hafa stjórnmálamenn og verkalýðsforingjar viðrað hugmyndir um að hækka virðisaukaskattshlutfall ferðaþjónustu í 24%. Almenn greining á grundvelli viðtekinnar þjóðhagfræði, sem SAF hefur látið vinna, bendir til þess að slík hækkun myndi almennt hækka verðlag og þar með verðbólgu á viðkomandi ári, lækka veltu í ferðaþjónustu, veikja samkeppnishæfni hennar, lækka verga landsframleiðslu og auka …

Xiaomi er hraðvaxta hátæknifyrirtæki í Beijing í Kína, stofnað fyrir 14 árum af frumkvöðlinum og milljarðamæringnum Lei Jun og félögum hans. Á síðasta ári var fyrirtækið í þriðja sæti á lista þeirra sem seldu flesta farsímana - næst á eftir Samsung og Apple. Xiaomi framleiðir og selur margskonar annan háþróaðan tæknibúnað og neytendavörur en samdráttur …

Fyrir rúmu ári var greint frá því að þýska Lufthansa-samsteypan hefði áhuga á að kaupa 40 prósenta hlut í ítalska þjóðarflugfélaginu ITA en niðurstaða hefur ekki enn fengist. Í janúar hóf Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins rannsókn á samkeppnisáhrifum þess að Þjóðverjarnir eignuðust stóran hlut í ítalska flugfélaginu sem lengi hefur verið stjórnvöldum á Ítalíu höfuðverkur.  Nú í …

Fyrir mánuði sendi Storytel frá sér fréttatilkynningu þar sem kynnt var ný þjónusta fyrir notendur. Brátt eiga hlustendur hljóðbóka möguleika á að velja nýjan lesara ef þeim líkar ekki innlesturinn. Valraddirnar eru allar skapaðar af vélmennum eða svokölluðum gervigreindarupplesurum.  Þetta nýja verkfæri Stoyrtel er tekið í gagnið vegna þess að 89 prósent af þeim sem …