Rauðu dagarnir 2020

Þetta eru dagsetningarnar sem margir horfa til þegar þeir skipuleggja orlof ársins.

Mynd: Jamie Street / Unsplash

Hinum svokölluðu rauðu dögum fækkar um einn frá 2019 og verða þeir samtals ellefu í ár. Skýringin liggur í því að annar í jólum verður á laugardegi að þessu sinni enda hann færist til um tvo vikudaga því nú er hlaupaár. Góðu fréttirnar eru þær að bæði baráttudagur verkalýðsins og þjóðhátíðardagurinn sjálfur eru aftur á virkum degi.

Þeir sem geta hugsað sér að nýta rauðu dagana í borgarferðir hafa því úr töluverðu að moða og kannski sérstaklega fyrstu helgina í maí.

Hér eru annars dagarnir ellefu sem gott er að hafa í huga þegar fríið í ár er skipulagt.

Rauðu dagarnir 2020

Nýársdagur, 1.janúar – miðvikudagur
Skírdagur, 9.apríl – fimmtudagur
Föstudagurinn langi, 10.apríl – föstudagur
Annar í páskum, 13.apríl – mánudagur
Sumardagurinn fyrsti, 23.apríl – fimmtudagur
Baráttudagur verkalýðsins, 1.maí – föstudagur
Uppstigningardagur, 21.maí – fimmtudagur
Annar í hvítasunnu, 1.júní – mánudagur
Þjóðhátíðardagurinn, 17. júní – miðvikudagur
Frídagur verslunarmanna, 3.ágúst – mándagur
Jóladagur, 25.desember – föstudagur

Til að gera einfaldan verðsamanburð á farmiðum þá má nota þessa leitarvél hér. Og Hotels Combined er fín til að bera saman kjör á gistingu.