Samfélagsmiðlar

Raunhæft að auka þau verðmæti sem hver ferðamaður skilur eftir sig í landinu

Eyðsla hvers ferðamanns á degi hverjum var meiri á síðasta ári árin þar á undan. Inn á þetta og margt fleira kom aðalhagfræðingur Samtaka atvinnulífsins á ráðstefnu Icelandair í gær.

Ásdís Kristjánsdóttir, aðalhagfræðingur SA, var meðal þeirra sem hélt erindi á ráðstefnu Icelandair um stöðu og mikilvægi flugrekstrar og ferðaþjónustu hér landi. Þar benti hún meðal annars á að hver ferðamenn hér á landi eyði meiru og dvelja lengur en þeir sem hingað komu árin 2017 og 2018. Aftur á móti var eyðslan ennþá meiri á árum áður og dvalartíminn þá lengri en í dag.

Aðspurð um skýringar á þessari niðursveiflu á árunum 2017-2018 þá segir Ásdís, í svari til Túrista, að styrking krónunnar hafi örugglega haft áhrif á þessa dýfu sem varð á neysluhegðun ferðamanna. „Þá breyttist samsetning ferðamanna einnig með tilkomu WOW Air. Með lággjaldaflugfélögum fljúga sparsamari ferðamenn, sem stoppa styttra og eyða minna. Það er nú að breytast og við sjáum það í tölunum fyrir árið 2019.” 

Ásdís bendir jafnframt á að eyðsla hvers ferðamanns á hverjum degi var meiri á síðasta ári en öll hin árin. „Ferðamaðurinn er því nú að eyða meira á hverjum degi en áður. Verkefnið framundan er hins vegar að ferðamenn eyði enn meiru og dvelji hér lengur. Ég tel að það sé raunhæft að sækja enn frekar fram og auka þau verðmæti sem hver ferðamaður skilur eftir sig í landinu. Nýja-Sjáland treysti eins og við mikið á ferðaþjónustuna en neysla á hvern ferðamann er mun meiri þar í landi en hjá okkur sem dæmi. Við þurfum að horfa til þessara ríkja, hvað eru þau að gera sem við erum ekki að gera? Auðvitað skiptir rekstrarumhverfið máli, hlutverk stjórnvalda er að tryggja sterka innviði og samkeppnishæft umhverfi með hóflegri skattheimtu og gjaldtöku. Fyrirtæki í ferðaþjónustunni þurfa að skapa tækifæri, fjárfesta í nýsköpun og auka framleiðni og verðmætasköpun í greininni.”

Sem fyrr segir var dvalartími ferðamanna lengstum lengri á síðasta áratug en þá voru árstíðarsveflur líka meiri. Óttast þú ekki að ef dvalartíminn lengist að um leið aukist árstíðarsveiflur í ferðaþjónustu? „Lykilatriði er að hámarka arðsemi í ferðaþjónustunni. Lengja dvalartímann og minnka árstíðarsveiflur til að við getum nýtt betur innviði eins og gistirými utan háannar. Það þarf að finna gott jafnvægi hér, tryggja að dvalatíminn aukist ekki aðeins á sumrin heldur einnig yfir vetrartímann,” svarar Ásdís.

Í erindi þínu nefndir þú að skattheimta og laun væru meðal helstu áskorana sem ferðaþjónustan stendur frammi fyrir. Launin breytast varla en hvaða leiðir eru til að slá af skattheimtu og hvaða áhrif hefði það þá á fjármagn til að ráðast í tímabærar endurbætur á vegakerfi? „Ég tel að það ætti að vera forgansverkefni stjórnvalda að lækka tryggingagjaldið hraðar og meira. Tryggingagjaldið leggst á launagreiðslur, er verulega íþyngjandi fyrir mörg fyrirtæki einkum ferðaþjónustuna sem er vinnuaflsfrek grein með hátt launahlutfall. Lækkun tryggingagjaldsins myndi þannig sporna gegn frekari fækkun starfa.” 

Ásdís bendir jafnramt á að forgangsröðun stjórnvalda síðustu ár hefur verið að greiða niður skuldir og nú sé skuldahlutfall ríkissjóðs undir þeirra eigin skuldaviðmiði. „Að mínu mati eru talsverð tækifærin fólgin í því að ráðast í arðbærar innviðafjárfestingar á tímum efnahagslægðar með frekari skuldsetningu nú. Stjórnvöld geta nýtt sér að vextir erlendis eru í sögulegum lágmarki, dregið hingað inn erlent fjármagn til uppbygginga á arðbærum innviðaframkvæmdum eins og endurbætur á vegakerfinu. Frekari innviðafjárfesting er nauðsynleg ekki aðeins fyrir ferðaþjónustuna heldur fyrir atvinnulífið allt og styrkir stoðir hagvaxtar til framtíðar.”

Eins og þú komst inn á er töluverður verðmunur á þriggja rétta máltið á íslensku veitingahúsi  og svo dönsku. Hver er megin skýringin á því og hver eru áhrif krónu og hárra vaxta? „Launahlutfallið er mjög hátt í rekstri veitingahúsa, launakostnaður sem hlutfall af rekstrartekjum hátt í 40 prósent sem hefur auðvitað bein áhrif á verðlagið. Laun á Íslandi eru hærri hér en í Danmörku. Þá bætist annars konar kostnaður við eins og opinberar álögur, áfengisgjaldið og tryggingagjaldið sem dæmi. Gengi krónunnar hefur einnig áhrif, þó raungengið hafi gefið lítillega eftir síðustu misseri þá er það enn hátt í sögulegum samanburði. Allir þessir þættir hafa áhrif á verðlagninguna.”

Flugsamgöngur eru sérstaklega þýðingamiklar fyrir ferðaþjónustu á eyju eins og þú nefndir í erindi þínu. Væri það árangursríkt að þínu viti að draga úr tekjum Isavia með því að lækka verðskrár Keflavíkurflugvallar, bæði gagnvart flugfélögum og öðrum ferðaþjónustufyrirtækjum? „Það er sanngjarnt og eðlilegt að verðskrá endurspegli kostnaðinn sem hlýst af því að veita þjónustuna. Ef ekki þá eru skattgreiðendur farnir að niðurgreiða þjónustuna. Það má þó gjarnan finna leiðir til að auka hagkvæmni í rekstri flugstöðvarinnar til að hægt sé að lækka verðskránna. Þar gæti einkaframtakið komið að notum. Einkarekstur flugstöðvarinnar hefur verið nefndur, eins og tíðkast víða í Evrópu. Það mætti t.d. sjá fyrir sér að flugstöðin væri rekin af fyrirtæki sem væri í meirihlutaeigu erlends fyrirtækis sem hefur víðtæka reynslu af flugstöðvarekstri og í minnihlutaeigu íslenskra fjárfesta sem hafa áhuga á langtímafjárfestingum í innviðum, eins og lífeyrissjóðir.”

NÚ GETUR ÞÚ STUTT VIÐ ÚTGÁFU TÚRISTA

Nýtt efni

Play tapaði 3,1 milljarði króna fyrir skatt á fyrsta ársfjórðungi í fyrra en núna var tapið 19 prósent hærra eða 3,7 milljarðar króna. Félagið jók framboðið um 63 prósent á milli þessara tveggja fjórðunga en í flota félagsins voru sex til átta þotur í byrjun síðasta árs en núna eru þær tíu. Einar Örn Ólafsson, …

Sjóðir bandaríska flugvélaframleiðandans Boeing minnkuðu um 3,9 milljarða dollara á fyrsta ársfjórðungi. Upphæðin jafngildir 550 billjónum íslenskra króna og skýringin á þessum mikla fjármagnsbruna liggur í endurteknum göllum í þeim flugvélum sem fyrirtækið framleiðir. Af þeim sökum hefur bandaríska flugöryggisstofnunin takmarkað afköstin í verksmiðjum Boeing við 38 Max þotur í mánuði. Þar með þurfa flugfélög …

Fyrr á þessu ári kynnti fyrirtækið til sögunnar Precious Honeyglow anansinn sem er aðeins um 600 1000 grömm að þyngd eða um það bil helmingi minni en hefðbundinn ananas.Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu segir að það kappkosti ávallt að uppfylla óskir kaupenda, hvort sem þær eru um sætara bragð, sjálfbærnisjónarmið og nú – stærð. Hið nýja …

Tekjur Icelandair af farþegaflugi námu rúmlega 27 milljörðum króna á fyrsta fjórðungi ársins og hafa þeir aldrei verið hærri á þessum tíma árs. Sætaframboðið hefur heldur aldrei verið meira en það jókst það um 21 prósent á milli ára og var farþegahópurinn 14 prósent fjölmennari núna en fyrstu þrjá mánuðina í fyrra. Þá stóðu farþegar …

Það seldust 183 þúsund Volvo bílar á fyrsta fjórðungi ársins sem var aukning um 12 prósent frá sama tíma í fyrra. Engu að síður dróst veltan saman um 2 prósent og rekstrarafkoman (Ebit) nam 4,7 milljörðum sænskra króna eða 61 milljarði kr. Það er töluvert undir spá greinenda sem höfðu að jafnaði gert ráð rekstrarhagnaði …

„Afkoma fyrsta ársfjórðungs var í takt við væntingar okkar en rekstrarniðurstaðan í janúarmánuði litaðist af áhrifum alþjóðlegrar umfjöllunar um eldgos á Reykjanesi. Við nýttum þann mikla sveigjanleika sem félagið býr yfir til að laga sætaframboð að markaðsaðstæðum og jukum fjölda tengifarþega um 48 prósent með aukinni áherslu á þann markað þar sem markaðurinn til Íslands …

Áður en skemmtiferðaskipin taka að fylla götur Ísafjarðar af forvitnum ferðalöngum eru tvær helgar að vori sem fylla bæinn af heldur ólíkum hópum fólks. Sú fyrri er páskahelgin þegar tónlistarfólk og áhangendur þeirra þyrpast í bæinn til að taka þátt í rokkhátíð alþýðunnar, Aldrei fór ég suður, og sú síðari er Fossavatnshelgin, sem fór fram …

Tekjur Finnair drógust saman um tvö prósent á fyrsta fjórðungi ársins þrátt fyrir að finnska flugfélagið hafi aukið framboðið. Skýringin á samdrættinum liggur í verkföllum, verri sætanýtingu og lægri tekjum af fraktflutningum samkvæmt uppgjöri félagsins sem birt var í morgun. Rekstrarkostnaður Finnair á fyrsta ársfjórðungi var á pari við sama tímabil í fyrra og tapaði …