Samfélagsmiðlar

Segir óþarfa að ýkja framlag ferðaþjónustunnar

Alþjóðasamtök flugfélaga birtu í gær skýrslu um íslenskan flugrekstur og ferðaþjónstu. Hagfræðisprófessorinn Þórólfur Matthíasson segir ýmislegt við aðferðafræði skýrsluhöfunda að athuga.

Icelandair og IATA, alþjóða samtök flugfélaga, efndu til opins fundar í gær það sem meðal annars var kynnt ný skýrsla samtakanna um mikilvægi flugrekstrar og ferðaþjónustu fyrir þjóðarbúið. Í skýrslunni segir að samtals standi þessar greinar undir 72 þúsund störfum og vægi greinanna í vergri landsframleiðslu sé 38,3 prósent. Þessar tölur standast þó enga skoðun að mati Þórólfs Matthíassonar, hagfræðiprófessors við Háskóla Íslands.

„Samkvæmt Hagstofunni sveiflast starfsmannafjöldinn milli 25 og 30 þúsund yfir árið 2019. Fór lítilega hærra á árinu 2018 í einstökum mánuðum, t.d. júní, júlí, ágúst og september. Tölur IATA eru því tvöfalt til þrefalt hærri en raunveruleikinn segir til um hvað fjölda launþega áhrærir,“ segir Þórólfur í samtali við Túrista. Hann bendir jafnframt á að framlag ferðaþjónustunnar til vergrar landsframleiðslu sé rétt um 8 prósent en ekki 34,6 prósent eins og haldið er fram í skýrslu IATA.

Þórólfur segir að svo virðist sem útreikningarnir í skýrslu IATA byggi ekki á viðurkenndum aðferðum. „Aðferðafræði þeirra, að telja framlag grunnskóla- og leikskólakennara sem kenna börnum flugumferðarstjóra, flugstjóra og herbergisþerna til ferðaþjónustu er varhugaverð. Benda má á að ef aðferðafræði IATA væri beitt á sjávarútveg, álframleiðslu, sjóflutninga, opinbera þjónustu o.s.frv. fengist út heildartala fyrir afleidd störf sem störfuðu í öllum þessum atvinnugreinum sem er langt umfram raunverulegan fjölda starfa á Íslenskum vinnumarkaði,“ segir Þórólfur og bætir því við að framlag ferðaþjónustu til landsframleiðslu á Íslandi er verulegt. „Það er engin þörf á að ýkja neitt í þeim efnum.“

Nýjustu gögnin í skýrslu IATA byggja á tölum frá árinu 2018 en eins og ekki hefur farið framhjá nokkrum manni  þá breyttist margt í flugi og ferðaþjónustu við fall WOW air í mars í fyrra. Kyrrsetning MAX þotanna hefur líka haft sín áhrif og í fyrra fækkaði farþegum á Keflavíkurflugvelli um fjórðung og ferðamönnum fækkaði um fjórtán af hundraði.

Ekki er að finna neitt um þetta gjörbreytta landslag í skýrslu IATA og þar með ekki gerð tilraun til að leggja mat á hvert vægi flugreksturs og ferðaþjónustu er í dag. Því má líka halda til haga að ítrekað hefur það komið fram í máli forsvarsfólks Icelandair að framboðið og fargjöldin á árunum þegar vöxtur WOW var mestur hafi verið ósjálfbær.

Áhrifin af falli WOW og breytinga á leiðakerfi Icelandair koma líka skýrt fram í því hversu áfangastöðunum, sem flogið er til frá Keflavíkurflugvelli, hefur fækkað mikið frá þeim tíma sem IATA horfir til. Skýrsluhöfundar samtakanna segja til að mynda að flugleiðirnar frá Íslandi til Bandaríkjanna séu tuttugu og fjórar, fimmtán til Bretlands og tíu til Þýskalands. Þetta er fjarri því að vera lýsandi fyrir stöðuna í fyrra eða í ár því nú er flogið til helmingi færri áfangastaða í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Bretlandi.

Ásdís Kristjánsdóttir, aðalhagfræðingur Samtaka atvinnulífsins, hélt einnig erindi á fundi Icelandair og IATA í gær. Umfjöllun um hennar framlag birtist hér á Túrista í dag og eins viðbrögð frá IATA við gagnrýninni hér að ofan.

Nýtt efni

„Metnaðurinn hjá hópnum er einstakur og það eru lífsgæði að starfa með jafn öflugu fólki og hér er að finna hjá Play,“ sagði Birgir Jónsson, forstjóri flugfélagsins, í tilkynningu um síðustu mánaðamót. Nú liggur fyrir að Birgir mun kveðja samstarfsfólk sitt um næstu mánaðamót, nokkrum dögum fyrir þriggja ára starfsafmæli sitt hjá Play. Frá þessu …

Nefnd Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar (IMO) sem fjallar um verndun sjávar hóf vikulanga fundalotu í London í morgun þar sem m.a. verður rætt um aðgerðir til að draga úr losun CO2 frá kaupskipaflota heimsins. Vinnuhópur hefur fjallað um þau mál síðustu daga. IMO er stofnun Sameinuðu þjóðanna sem ber ábyrgð á öryggi og vernd skipa og vörnum gegn …

Í tilkynningu sem ráðuneyti sem fer með ríkiskaup Póllands sendi um helgina kemur fram að LOT standi nú frammi fyrir þeirri ákvörðun að halda sig við flugvélar brasilíska framleiðandans Embraer fyrir skemmri flugleiðir eða velja frekar vélar frá Airbus í Frakklandi. Leitað verður til beggja framleiðenda og þeir beðnir um tilboð í smíði 84 flugvéla …

Loftmengun hefur minnkað í Evrópu á síðustu 20 árum, samkvæmt nýrri spænskri rannsókn. Þrátt fyrir þetta sýnir rannsóknin líka að loftmengun víðast hvar í Evrópu er enn yfir heilsufarsmörkum.  Í rannsókninni, sem birtist í Nature, voru mengunartölur skoðaðar á 1.400 svæðum, innan 35 ríkja, þar sem 543 milljónir manns búa.  Þrátt fyrir að enn sé …

„Á tiltölulega skömmum tíma er orðið til öflugt íslenskt lággjaldaflugfélag með framúrskarandi vöru og þjónustu og bjarta framtíð. Virk samkeppni í flugi sem skilar sér í lægri fargjöldum, fjölbreyttum áfangastöðum og verðmætum erlendum gestum er sérstaklega mikilvæg fyrir eyju eins og okkar. Slík samkeppni varðar hagsmuni allra Íslendinga. Ég geng þess vegna ákaflega stoltur frá …

Hvað varð um Graham Potter? spyrja margir fótboltaunnendur nú þegar liðið er næstum eitt ár síðan þessi listhneigði fótboltaþjálfari stjórnaði fótboltaliði frá hliðarlínunni. Chelsea var síðasti áfangastaður Potters en þaðan var hann rekinn þann 2. apríl árið 2023 eftir aðeins sjö mánuði í starfi. Potter mætti til Chelsea fullur af bjartsýni eftir glæsislegan þjálfaraferil í …

Skýrslan Policy tools for sustainable and healthy eating - Enabling a food transition in the Nordic countries er unnin í kjölfar útgáfu Norrænna næringarráðleggina (Nordic Nutrition Recommendations) árið 2023 sem var afrakstur fimm ára vinnu hundruða sérfræðinga um ráðlagðar matarvenjur og næringu fólks á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum. Sú útgáfa hlaut mikla athygli enda í …

Bílaleigan Hertz stóð tæpt í lok heimsfaraldursins og þá tók forstjórinn Stephen Scherr þá djörfu ákvörðun að panta 100 þúsund bíla frá Tesla. Með þessu átti Hertz verða leiðandi í útleigu á rafbílum og vöktu viðskiptin mikla athygli. Ekki leið á löngu þar til Tesla hafði lækkað verðið á nýjum bílum umtalsvert og um leið …