Síðustu ferðinni til Madrídar aflýst

Um kvöldmatarleytið var á dagskrá Keflavíkurflugvallar ferð á vegum Norwegian til höfuðborgar Spánar. Vegna veðurs var ferðin felld niður.

Frá Madríd. Mynd: Joze Fernandez / Unsplash

Fella hefur þurft niður sextán brottfarir frá Keflavíkurflugvelli í dag vegna lægðarinnar sem nú gengur yfir landið. Ein þessara ferða var á vegum Norwegian flugfélagsins til Madrídar. Þetta átti jafnframt að vera síðasta ferð félagsins á þessari flugleið því líkt og áður hefur verið greint frá.

Norwegian var eina flugfélagið sem hélt úti áætlunarferðum allt árið um kring hingað frá Madríd. En yfir sumarmánuðina hafa bæði þotur Iberia Express og Icelandair flogið héðan til spænsku höfuðborgarinnar og bæði félög halda uppteknum hætti á komandi sumarvertíð.

Þess má geta að þrátt fyrir að þota Norwegian hafi ekki komið hingað til lands í dag frá Madríd þá komust flugvélar félagsins hingað fyrr í dag frá Barcelona, Alicante og Tenerife. Ekki liggur fyrir núna hvort brottförin til Tenerife verður farin á eftir en fyrr í dag snéru þoturnar tilbaka Barelona og Alicante.