Sífellt fleiri skotvopn finnast á flugfarþegum

Að jafnaði voru 12 byssur á dag gerðar upptækar á bandarískum flugvöllum í fyrra. Langflest þessara vopna voru hlaðin.

Hluti af þeim skotvopnum sem tekin voru af flugfarþegum vestanhafs í fyrra. Myndir: TSA

Í takt við aukin farþegafjölda þá fjölgar líka þeim vopnum sem gerð eru upptæki við vopnaleit á bandarískum flugvöllum. Í fyrra voru þannig gerðar upptækar 4.432 byssur og þar af voru 3.865 hlaðnar samkvæmt nýju uppgjöri Flugöryggisstofnunnar Bandaríkjanna. Þar kemur fram að þetta sé enn eitt árið þar sem met fyrra árs fellur.

Það er virðist því ekkert lát vera á því að flugfarþegar vestanhafs reyni að fara um borð með byssur. Og sérstaklega í þeim fylkjum þar sem vopnaburður er nokkuð almenn, til að mynda í Texas og Georgíu. Aftur á móti er mun minna um þetta vandamál í stóru borgunum á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna eins og sjá má á skýringamyndinni hér fyrir neðan.