Sólarlandaferðirnar sem í boði eru í sumar

Þrjár stærstu ferðaskrifstofur landsins kynna nú úrval sitt af sólarlandaferðum sumarsins. Hér eru þær strandbæir sem landsmönnum standa til boða pakkaferðir til.

Við sundlaugarbakka á Tenerife. Mynd: Ferðamálaráð Spánar

Það er ekki ólíklegt að á síðasta áratug hafi þeim fjölga verulega sem skipuleggja sínar eigin ferðir út í heim. Ekki aðeins þegar kemur að styttri reisum heldur líka klassískum sólarlandaferðum. Beint flug WOW air til Kanarí og Tenerife hafði þar væntanlega mikið að segja en í hitti fyrra var rétt um helmingur Íslendinga sem til eyjanna kom í skipulagðri pakkaferð samkvæmt upplýsingum frá ferðamálaráði Spánar. Skilgreiningin á pakkaferðir eða alferð er almennt sú að viðkomandi ferðamaður hafi keypt flug og hótel saman. Ekki liggja fyrir upplýsingar um vægi pakkaferða hjá íslenskum ferðalöngum á Kanaríeyjum fyrir fyrri ár eða það síðasta.

En horfum þá til komandi sumarvertíðar hjá stærstu þremur ferðaskrifstofum landsins. Þar er Spánn í aðalhlutverki og í raun bjóða Úrval-Útsýn og Vita aðeins upp á sólarlandaferðir til Spánar í sumar og er þá aðeins horft til áfangastaða sem eru á boðstólum allt sumarið. Hjá Heimsferðum er flóran fjölbreyttari því þar eru líka ferðir til Bibione á Ítalíu og til Chania á Krít.

Hér fyrir neðan má sjá til hvaða strændbæja stærstu ferðaskrifstofurnar bjóða upp á sólarlandaferðir til og þá með beinu leiguflugi.Til viðbótar eru minni ferðaskrifstofur með ferðir á suðrænar slóðir en þá með millilendingu.