Sólar­landa­ferð­irnar sem í boði eru í sumar

Þrjár stærstu ferðaskrifstofur landsins kynna nú úrval sitt af sólarlandaferðum sumarsins. Hér eru þær strandbæir sem landsmönnum standa til boða pakkaferðir til.

Við sundlaugarbakka á Tenerife. Mynd: Ferðamálaráð Spánar

Það er ekki ólík­legt að á síðasta áratug hafi þeim fjölga veru­lega sem skipu­leggja sínar eigin ferðir út í heim. Ekki aðeins þegar kemur að styttri reisum heldur líka klass­ískum sólar­landa­ferðum. Beint flug WOW air til Kanarí og Tenerife hafði þar vænt­an­lega mikið að segja en í hitti fyrra var rétt um helm­ingur Íslend­inga sem til eyjanna kom í skipu­lagðri pakka­ferð samkvæmt upplýs­ingum frá ferða­mála­ráði Spánar. Skil­grein­ingin á pakka­ferðir eða alferð er almennt sú að viðkom­andi ferða­maður hafi keypt flug og hótel saman. Ekki liggja fyrir upplýs­ingar um vægi pakka­ferða hjá íslenskum ferða­löngum á Kana­ríeyjum fyrir fyrri ár eða það síðasta.

En horfum þá til komandi sumar­ver­tíðar hjá stærstu þremur ferða­skrif­stofum landsins. Þar er Spánn í aðal­hlut­verki og í raun bjóða Úrval-Útsýn og Vita aðeins upp á sólar­landa­ferðir til Spánar í sumar og er þá aðeins horft til áfanga­staða sem eru á boðstólum allt sumarið. Hjá Heims­ferðum er flóran fjöl­breyttari því þar eru líka ferðir til Bibione á Ítalíu og til Chania á Krít.

Hér fyrir neðan má sjá til hvaða strænd­bæja stærstu ferða­skrif­stof­urnar bjóða upp á sólar­landa­ferðir til og þá með beinu leiguflugi.Til viðbótar eru minni ferða­skrif­stofur með ferðir á suðrænar slóðir en þá með milli­lend­ingu.