Samfélagsmiðlar

Stærstu ferðaskrifstofurnar of litlar

Nú gæti gefist færi á að búa til stóra íslenska ferðaskrifstofu sem er ekki bundin af því að nýta leiguflugvélar með keppinautum sínum eða treysta á áætlunarflug til að koma farþegum á áfangastað. Framkvæmdastjóri Nazar segir íslensku ferðaskipuleggjendur of litla þegar horft er til samningsstöðu þeirra gagnvart hótelum og flugfélögum.

strond nikos zacharoulis

Nú er liðið rúmt hálft ár frá því að Arion banki tók yfir þær sjö ferðaskrifstofur sem áður tilheyrðu Primera Travel, samsteypu Andra Más Ingólfssonar. Þar á meðal eru Heimsferðir sem lengi hafa verið ein af þremur umsvifamestu ferðaskrifstofum landsins þegar kemur að sölu á utanlandsferðum til Íslendinga. Hinar eru Ferðaskrifstofa Íslands, sem rekur m.a. Úrval-Útsýn, og Vita sem er í eigu Icelandair Group.

Við yfirtökuna á Heimsferðum og hinum ferðaskrifstofunum sex var það yfirlýst markmið bankans að koma fyrirtækjunum í verð sem fyrst. Ennþá hefur þó ekki tekist að selja nema Terra Nova sem sérhæfir sig í skipulagningu á Íslandsferðum fyrir erlenda ferðamenn. Arion banki á því áfram Heimsferðir en um helgina sagði Morgunblaðið frá því að ferðaskrifstofan hefði gengið frá samn­ingi við ít­alska flug­félagið Neos um 34 þúsund flugsæti á komandi vertíð.

Það hafa þó ekki eingöngu verið farþegar Heimsferða sem fyllt hafa þær þotur sem ferðaskrifstofan hefur leigt í gegnum tíðina. Til dæmis hefur Vita lengi keypt fjöldamörg sæti í leiguvélunum sem halda til Krítar en eins og staðan er í dag þá eru engar Krítarreisur á boðstólum hjá Vita. Það stefnir því í að Heimsferðir verði eitt um þær fjórtán brottfarir sem á dagskrá eru til grísku eyjunnar í sumar. Það sama er upp á teningnum í flugi til Ítalíu enda inniheldur sumarprógramm Úrval-Útsýn og Vita í dag aðeins sólarlandaferðir á spænskar strendur. Og í mörgum tilfellum munu ferðaskrifstofurnar tvær deila leiguvélum Icelandair til Spánar.

Í venjulegu árferði mætti meta stöðuna þannig að stjórnendur Heimsferða ætluðu sér einfaldlega að veðja á að þeir gætu sjálfir fyllt flugvélarnar í sumar og þyrftu ekki lengur að treysta á að keppinautarnir myndu kaupa sæti um borð. En í ljósi þess að Heimsferðir eru í eigu Arion og bankinn hefur sagst vilja selja ferðaskrifstofuna þá verður að telja það sennilegt að forsvarsfólk Úrval-Útsýn og Vita haldi einfaldlega að sér höndum og ætli sér ekki að renna stoðum undir rekstur Heimsferða.

Á sama tíma gætu eigendur ferðaskrifstofanna tveggja að hafa kannað möguleikana á því að kaupa Heimsferðir af Arion banka. Fyrir fáeinum árum hefði þess háttar yfirtaka sennilega ekki fengið grænt ljós hjá samkeppnisyfirvöldum. Núna hefur framboð á áætlunarflugi aftur á móti stóraukist og meginþorri neytenda hikar ekki við að skipuleggja ferðir sínar sjálft út í heim. Og það þekkja sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins vafalítið af eigin reynslu.

Sú staðreynd að þessar þrjár ferðaskrifstofur þurfa sífellt að deila sömu leiguflugvélunum eða treysta á áætlunarflug flugfélaganna segir líka sitt. Sú staða takmarkar líka það úrval sem stendur íslenskum ferðalöngum til boða. Íslenski markaðurinn ber vissulega ekki eins mikla fjölbreytni eins og þekkist á hinum Norðurlöndunum en framboðið verður ennþá minna þegar hér eru ekki almennilegar stórar ferðaskrifstofur.

Undir það tekur Kemal Yamanlar, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Nazar, sem bauð upp á Tyrklandsreisur frá Íslandi fyrir nokkrum árum síðan. Hann þekkir því íslenska markaðinn vel. „Íslensku ferðaskipuleggjendurnir eru of litlir. Kaupkraftur þeirra hjá hótelum og flugfélögum er því takmarkaður og við það bætist að vertíðin er frekar stutt.“ Yamanlar bendir á að yfir háannatímann þá geti hótel selt öll sín herbergi en þurfi stuðning á öðrum tímum árs þegar minna er að gera. „Ef þú ert sterkur utan háannatíma þá færðu þau herbergi sem þú þarft á sumrin.“

Megin fókusinn hjá íslensku ferðaskrifstofunum hefur líka verið á sólarlandaferðir til Spánar sem skrifast jafnvel á þetta samflot sem þær þurfa sífellt að vera í á suðrænar slóðir. Og sem fyrr segir eru allar sólarlandaferðir Úrval-Útsýnar og Vita í sumar til Spánar.

Yamanlar bendir hins vegar á að Spánn sé frekar erfiður markaður með dýr hótel. Á móti komi að það taki lengri tíma að fljúga til Tyrklands og Grikklands og það auki kostnaðinn í fluginu. „Til viðbótar þá er ekki næg sérfræðiþekking hjá [íslensku] ferðaskrifstofunum í Grikklandi og Tyrklandi öfugt við það sem gildir á Spáni. Það er því áskorun sem þó má finna lausn við,“ bætir Yamanlar við.

Boðuð endurkoma Andra Más Ingólfssonar eykur svo enn frekar á óvissuna á íslenska markaðnum nú um stundir. Ekki liggur fyrir hvort hann ætli að byrja smátt og þá aðeins með sölu á sætum í ferðir annarra eða hvort hann ætli sér að hefja leiguflug á suðrænar slóðir á eigin vegum. Sérfærðingar Arion banka telja þó að nýjasta útspil Andra Más dragi ekki úr líkunum á að þeir komi gömlu ferðaskrifstofunum hans í hendur nýrra aðila.

VILTU STYÐJA VIÐ ÚTGÁFU TÚRISTA?

Nýtt efni

Fyrir viku hélt Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, fund með helstu ráðgjöfum sínum, innanríkisráðherra og fulltrúum veðurstofu og almannavarna landsins til að ræða viðbrögð við hitatíðinni framundan, frá apríl til júní. Sérstaklega er talin ástæða nú til aðgæslu vegna áhrifa loftslagsbreytinga á veðurfar. Verulegar líkur eru taldar á að hiti fari fram úr venjulegum hámarkshita í …

Frumvarp um að veita þúsundum óskráðra innflytjenda á Spáni heimild til landvistar og atvinnu er nú til meðferðar í fulltrúadeild spænska þingsins (Congreso de los Diputados) eftir að 700 þúsund manns höfðu undirritað áskorun um setningu laga þessa efnis. Nærri 900 samtök studdu þessa áskorun um að breyta stöðu óskráðra útlendinga í landinu.  Ef fyrirliggjandi …

Farþegar á leið til New York frá Róm, París, Ósló, London, Berlín eða Aþenu geta flogið beint með norska lágfargjaldaflugfélaginu Norse Atlantic. Í mörgum tilfellum er félagið með ódýrustu sætin á þessum leiðum og keppir því við íslensku flugfélögin um þá farþega sem vilja komast á milli fyrir sem minnst og setja það ekki fyrir …

„Tilgangurinn er að sýna hvað höfuðborgarsvæðið hefur að bjóða í ferðaþjónustu og byggja upp þekkingu meðal þeirra sem í henni starfa," sagði Inga Hlín Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins, þegar FF7 hitt hana skömmu eftir að sýningin HITTUMST var opnuð í Hafnarhúsinu í dag. Nokkur hópur var þegar kominn að skoða það sem í boði er …

Hilton-hótelkeðjan hefur gert samning um byggingu og rekstur tveggja hótela hér á landi í samstarfi við Bohemian Hotels ehf. Stefnt er að því að opna það fyrra við Hafnarstræti á Akureyri næsta sumar en þar verða 70 herbergi og mun hótelið bera heitið Skáld Hótel Akureyri. Seinna hótelið opnar við Bríetartún, við hlið Frímúrarahallarinnar í …

Flugfélagið Play hefur hafið miðasölu á flugi til Cardiff í Wales og er þetta gert vegna mikils áhuga á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn Wales í Þjóðadeildinni sem fara fram næstkomandi haust.  Þetta kemur fram í tilkynningu. Íslenska liðið mætir liði Wales á Laugardalsvelli 11. október en liðin mætast aftur á heimavelli Wales í Cardiff …

Í þeirri viðleitni að hemja troðningstúrisma hafa borgaryfirvöld í Amsterdam ákveðið að leyfa ekki byggingu fleiri hótela í miðborginni. Þrátt fyrir að kröfur hafi verið hertar í borginni gagnvart nýbyggingum hótela þá eru yfir 20 hótel nú á teikniborðinu, segir NL Times. Takmörkunin nær auðvitað ekki til þeirra hótela sem þegar hafa verið samþykkt. Túristar …

Como-vatn á Langbarðalandi dregur til sín um 1,4 milljónir ferðamanna á ári - og í glæsihúsum við vatnið hefur margt frægt og ríkt fólk athvarf. Meðal þeirra sem eiga hús þarna eru George Clooney, Donnatella Versace og Richard Branson. Kannski er það ekki síst efnaða fólkið sem orðið er þreytt á átroðningi - að venjulegir …